Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 56
236
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í skapi, glaðværðin mun óefað hafa átt sér búsetu í líkama hennar,
þegar hún var ung.
Allt heimilisfólkið sat að snæðingi, þegar ég kom inn í hina
þröngu stofu. Gestrisni húsráðanda lýsti sér, sem betur fór, ekki í
því, að hann byði mér að borða, heldur þannig, að hann þreif stól-
inn undan einum af yngri kynslóðinni og lét mig setjast á hann
úti við gluggann. Ur sæti mínu gat ég horft á „stúlkuna“ kaupmanns-
ins í kyrrþey, og hugsanir mínar héldu af stað:
Skyldi þessi hrukkótta og af sér gengna lífvera liafa lifað öðru
horði á skáldskap kvæðisins góða, eins og höfundur þess hafði gert?
Skyldi ástarlíf hennar í löngum og harnfrekum hjúskap hafa átt
kjarna sinn í rómantík hins litla, misheppnaða ævintýris, sem gamla
kaupmanninn dreymi um ennþá? Eiga ekki ást og list alla þá lof-
gjörð skilið, sem þeim er færð, fyrst hvorki fátækt og strit né upp-
hefð og auður fá varpað á þær bleiku skini hversdagsleikans eða
sveipað grárri blæju gleyntskunnar? Mér fannst ekki lengur hinn
háfætti óður hins deyjandi rnanns, þegar hann sagði mér sögu sína,
vera hroslegur eða óeðlilegur. Það var hinn jarðbundni skilningur
okkar, sem var hlægilegur og fátækur.
Hinar andríku hugsanir mínar trufluðust af skærum, sem urðu
milli yngstu systkinanna út af sérstöku stykki af hinni signu grá-
sleppu, sem ætlað er það hlutverk að sjá þjóðinni fyrir hraustum
sjómönnum, hispursmeyjum og, ef illa tekst, skáldum.
Hinn rauðhærði hnokki, sem sigur bar af hólmi, var sýnilega
ekki kominn á það stig tilfinningalífsins, sem hamlar því að menn
beiti kvenkynið harðneskjulegustu aðferðum hernaðarlistarinnar.
Þegar refsidómur liafði gengið yfir hann, án þess að sætta að
nokkru systur hans, var borðum hrundið, og ég gat upphafið erindi
mitt við „stúlkuna“.
Ég byrjaði á því að afhenda henni megnið af fé því, er kaup-
maðurinn fékk mér, og lýsti það gjöf frá honum. Hún kannaðist vel
við manninn, enda var hann bæjarfulltrúi og annað, sem merkur
kaupsýslumaður og góður borgari á að vera. En hún fékkst ekki til
að líta á peningana sem vinargjöf, heldur setti þá óðar í samband
við kosningar. Ekki minntist hún í fyrstu þess, að hún hefði nokk-