Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 61
GILS GUÐMUNDSSON: GÍSLI BRYNJÓLFSSON og febrúarbyltingin 1848 1 Saga 19. aldarinnar er lærdómsrík og merkileg. Aldrei fyrr höfðu slíkir sviptibyljir umbrota og byltinga skollið yfir vestrænar þjóðir. Fólkið var að vakna. Það tók að nudda úr augum stýrur miðalda- svefnsins og krefjast mannsæmandi lífskjara. Hvað eftir annað brutust út harðvítugar uppreisnir. Heil ríki, gömul og gróin, Iéku á reiðiskjálfi. Væri á einum stað hafin barátta gegn hinum drottn- andi stéttum, breiddist hún sem eldur í sinu út um alla álfuna og hafði áhrif í hinum fjarlægustu löndum. Jafnvel ísland, sem var allra landa vesalast og afskekktast, fór ekki varhluta af þessum hrær- ingum. Hverju sinni sem stórtíðindi gerðust úti í Evrópu, bárust eftirómarnir hingað og urðu til að eggja og hvetja djörfustu sonu þjóðarinnar. Og afturhaldstímabilanna gætti hér einnig. Þá þrengd- ist andrúmsloftið og doði færðist yfir alla framfarabaráttu. Þegar alda stjórnarbyltingarinnar miklu í Frakklandi var hnigin til grunna, kom afturkastið. Fyrst Napóleonstímarnir með endalaus- um styrjöldum og óþrotlegum hörmungum í flestum löndum álf- unnar. Og þótt Napóleon væri steypt af stóli, tók ekki betra við. Næsta tímabil hefur verið kennt við „Sambandið helga“, sem svo nefndist. Að því sambandi stóðu þjóðhöfðingjar flestra stórvelda álfunnar. Sjaldan höfðu svo samvaldir skálkar setið á veldisstólum, sem á þessum árum. Hver nýtileg hugsun var fordæmd, öll and- staða gegn vilja einvaldanna brotin niður með harðri hendi. Hvers konar framfara- og menningarviðleitni mátti heita drepin í dróma. Andrúmsloft allt var með þeim hætti, að hver frjálslynd hreyfing, hver vilji til umbóta, hlaut að tærast upp, kafna, verða að engu. Heima á íslandi ríkti deyfð yfir öllu. Sjaldan hefur þróttleysi 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.