Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 63
GISLI BRYNJOLFSSON 243 óx óðfluga. Borgir og kaupstaðir stækkuðu með geysihraða. Verka- lýð fjölgaði. Mótsetningarnar milli hans og hinnar ráðandi stéttar urðu stöðugt meiri. Eftir því sem þróunin komst á hærra stig, versn- uðu kjör fjöldans. Ohæfilega langur vinnutími, sultarlaun og illur aðbúnaður varð hlutskipti hins vinnandi manns. Allur þessi tötra- lýður borganna, sem ekkert átti nema starfsorku sína, hafði engin stjórnmálaleg réttindi. Hlutur hans skyldi vera þrældómurinn einn frá vöggu til grafar. • En nú fór verkalýðsstéttin að vakna. Ný sókn var liafin á hendur forréttindastéttunum. Hvarvetna risu upp kröfur um frjálslyndari stjórnarhætti og bætt kjör fjöldans. I Frakklandi urðu átökin hörðust eins og fyrr. I febrúarmánuði 1848 brauzt þar út harðvítug uppreisn, sem Iauk með því, að konungur flúði úr landi og lýðveldi var sett á stofn. Hinn vinnandi fjöldi fékk nokkrar réttarbætur og hagur hans rýmkaðist í bili, þótt síðar yrði hann £}ð mestu leyti rændur ávöxtum byltingarinnar og mætti þola, að hert væri enn að kosti hans. Hin djarfa barátta franska verkalýðsins fyrir auknum mannrétt- indum og bættri afkomu, ýtti við flestum frjálshuga mönnum og eggjaði til dáða. Ófrjálsar þjóðir hertu á sjálfstjórnarbaráttunni og hófu jafnvel uppreisnir gegn kúgurunum. Heim til Islands bárust ýmsir eftirómar þessara tröllslegu átaka, — átakanna um það, hvort fáir einir skyldu njóta góðs af þrotlausu striti fjöldans, hvort þeir gætu allar stundir þrúgað hann undir sér og haldið honum niðri í undirheimum fáfræði og skorts. Útverðir íslands, menntamenn- irnir í Danmörku, stóðu í nánastri snertingu við æðaslög umheims- ins, enda bárust þaðan flestar djörfustu raddirnar. Jón Sigurðsson tók nýjan fjörkipp og barðist fyrir málstað þjóðar sinnar af meiri þunga og móði en nokkru sinni fyrr. — En sá íslendingur, sem tvimælalaust varð fyrir mestum áhrifum frá febrúarbyltingunni 1848, var tvítugur skólapiltur, sem dvaldist við nám úti í Kaupmanna- böfn. Honum svall móður. í eldlegri hrifningu orti hann hvert kvæðið á fætur öðru, þar sem hann risti harðstjórum og afturhalds- seggjum napurt níð, en lofsöng frelsisþrá og samtakamátt hins strit- andi og kúgaða fjölda. Aldrei fyrr höfðu slík ljóð verið kveðin á íslenzka tungu. Ekki vegna þess, að þau væru meiri Iist né glæsi-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.