Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 64
244 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR legri skáldskapur en margt það, sem óður hafði verið kveðið. Það voru þau ekki. Með fullum rökum mátti margt að þeim finna frá sjónarmiði forms og listar, og hefði óneitanlega verið ánægjulegt, ef þau hefðu verið gerð af meiri íþrótt og skáldlegri andagift en raun varð á. En það, sem gerir þau sérstæð og gefur þeim visst gildi, er þetta: Fyrsti gustur nýs tíma, nýrrar stefnu, nýrra hug- sjóna barst með þeim yfir lendur íslenzkrar orðlistar. Hér féll fyrst i stuðla norræns máls boðskapurinn, sem hvatti hina mörgu og smáu til að taka höndum saman og slíta af sér hlekki ófrelsis og þrældóms. í fyrsta sinn setti sá boðskapur mót sitt á íslenzkar bók- menntir. Nýtt merki var hafið á loft af íslenzku skáldi. Að vísu söfnuðust fáir undir þetta merki þá og það féll niður um skeið. En því hafði verið brugðið upp, og þjóðin var auðugri en áður, — örbirgð hennar varð aldrei söm síðan. Merkisberinn var Gísli Brynjólfsson. 2 Gísli (Gíslason) Brynjólfsson var Austfirðingur að ælt. Hann fæddist á Hólmum í Reyðarfirði 3. sept. 1827, þar sem faðir hans hafði verið preslur. Föður sinn sá Gísli aldrei, því að hann drukkn- aði tveim mánuðum áður en drengurinn fæddist. Snemma bar á örum námsgáfum hjá Gísla og var honum ungum komið til mennta. Átján óra gamall útskrifaðist hann frá Bessastaðaskóla, sigldi sama ár utan og innritaðist í háskólann i Kaupmannahöfn. í fyrstu las hann lög, en leiddist skjótlega það nám og hætti því brátt. Tók hann þá að stunda norræn fræði, einkum bókmenntasögu og goða- fræði. Eftir tveggja ára dvöl í Höfn skrapp Gísli heim til íslands. Það var sumarið 1847. Á því ferðalagi orti hann nokkur kvæði, sem sýna, hvernig honum var innan rifja þá. Það er hvorki hik né hálf- velgja í orðum hins unga námsmanns. Hann eggjar þjóð sína lög- eggjan og hvetur hana til dáða. Hann særir hana til að hrista af sér þrældómsokið og endurheimta hið forna frelsi, — og meira en það. Nú eigi frelsið ekki að vera fyrir fáa útvalda gæðinga, heldur lianda öllum, hvaða stöðu sem þeir skipa. Snjallt kvæði, sem Gísli yrkir þetta ár til Jóns Sigurðssonar, lýsir því glögglega, hvar hann skipaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.