Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 67
GÍSLl BRYNJ ÓLFSSON
247
Af herðum nú með hölda móði
hristið arga þræla mergð,
og hundingja í hjartablóði
lierðið þau hin deyfðu sverð!
Svo kvað Gísli Brynjólfsson vorið 1848. Og honum var ekki nóg
að kveða. Hann vissi vel. að langt norður í hafi, úti við heimskauts-
baug, kúrði fátæk og vesöl þjóð, sem enn lifði í skugga margra
alda þrældóms og kúgunar. Fyrir þá þjóð vildi Gisli vinna eitthvað
stórt og mikið. Hann vildi vekja hana til hugsunar um kjör sín,
skýra henni frá því, hvað væri að gerast í öðrum löndum, og magna
á þann veg sjálfstjórnar- og umbótakröfur hennar. Hann fékk í lið
við sig annan ungan mann, sem þá var bæði róttækur og stórhuga.
Það var Jón Þórðarson Thoroddsen, Þeir félagar höfðu rætt um
það sín á milli árið 1847 að gefa út rit með kveðskap sínum og
halda því áfram árlega, ef vel yrði tekið. Var i þessum samtökum
þriðja skáldið. Benedikt Gröndal. Allt voru þetta ungir menn, sem
hugðust nú kveða sér hljóðs í fyrsta sinn, svo að um munaði og
eftir væri tekið. Elztur var Jón, 29 ára gamall. þá Gröndal, 21 árs
að aldri, en Gísli yngstur, — hann stóð á tvítugu. Gröndal lenti þó
fljótlega í rimmu við félaga sína og gekk úr skaftinu. Hinir tveir
létu það ekki á sig festa, en stofnuðu tímaritið. Kölluðu þeir það
Norðurfara, þar eð það væri sent sunnan frá Kaupmannahöfn og
norður til íslands. Norðurfari kom út í tvö ár, 1848 og 1849, og
má að ýmsu leyti telja hann mesta merkisrit. Virðist mér hann
naumast hafa hlotið þann sess í sögunni, sem honum ber. Það, sem
gefur riti þessu gildi, eru ekki eingöngu kvæði þeirra Jóns og Gísla,
sem birtust þarna mörg í fyrsta sinni, heldur miklu fremur hitt,
hversu Norðurfari er í náinni snertingu við hamrandi æðaslög og
ólgandi líf umheimsins. Aldrei fyrr hafði íslendingum verið gefinn
kostur á riti, sem fjallaði af svo brennandi ákefð um baráltumál
dagsins, ekki aðeins kritinn heima fyrir, en brá upp hinum stærri
sjónarmiðum, þar sem barizt var um lífskröfur, og orustuvöllurinn
var stórveldi og álfur — jafnvel hnötturinn allur, I formála fvrra