Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 69
GÍSLI BRYNJÓLFSSON 249 „Hvernig geta menn búizt við, að almennt sé ritað vel á íslenzku, meðan þeim, sem eitthvað eiga að læra strax frá barnæsku er kennt að hugsa á öðru máli, meðan ekki einu sinni algcngustu skólabæk- ur, til að mynda sagnfræðis og landaskipur.arfræðis bækur, eru svo til á íslenzka tungu að vel megi brúka þær í skólum? Eða hvernig geta menn yfir höfuð búizt við, að mál ánauðugrar þjóðar sé í blóma? Það sést hér sem víðar, að málið er eins og mennirnir; ánauðin drepur úr mönnum allan hug og dug og um leið deyr og visnar málið — en útvegið oss frelsi aftur og málið mun strax verða gott, því íslenzkan er alltaf enn ágæt í eðli sínu. Hér var ei verið að meina til neins harðs þrældóms, því í honum hafa íslend- ingar aldrei átt, en þessi hæga, deyfandi ánauð, sem læðist eins og eiturnaðra inn í sálirnar, og smátt og smátt sýgur burtu bæði merg og blóð — og það svo menn varla viti af — hún er langtum háska- legri; því veruleg harka drepur annaðhvort gjörsamlega undireins, eða hún knýr menn til að rísa upp, og þá vinna menn þó annaðhvort eða falla til fulls.“ 3 Enda þótt útgáfa Norðurfara hefði verið ákvörðuð áður en febrúarbyltingin brauzt út, ber fyrri árgangurinn augljós merki þeirra umbrota, sem fram höfðu farið í hinum sjóðandi norna- katli Evrópu. Birtist þar löng grein eftir Gísla, sem ber nafnið: Frá Norðurálfunni 1848, og fjallar um hina andlegu jarðskjálfta, sem orðið höfðu þetta ár. Greinin lýsir vel hinu óþolandi ástandi, sem skapazt hafði í flestum löndum álfunnar undir handarjaðri einveldis og harðstjórnar. Síðan er skýrt frá samtökum hins rétt- indalausa fjölda, og er samúð höfundarins öll þeim megin. Þó skín greinilega í það á einum stað, þar sem rætt er um byltinguna í Frakklandi, að sameignarmenn, er höfundur nefnir svo, fari nokkuð geyst og geti stafað af þeim háski. Þótt megintilgangur þeirra sé góður og æskilegur, verði það að teljast hæpið mjög, að stefnan sé framkvæmanleg. Þessir menn vilji, að allir eigi allt að jöfnu, og hverjum sé það í té látið, sem hann þarfnist, en slíkt muni hægar ort en gjört. Á hinn bóginn telur Gísli ekki nema eðlilegt, að upp rísi gjörbreytingaflokkar. Um það efni farast honum orð á þessa leið:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.