Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 78
258 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR borgar. Og jafnvel símastúlkan á hótelinu notaði andartaks hlé til þess að hlaupa fram í dyr og horfa á gestina, sem misþyrmdu ensk- unni svo vægðarlaust, í hvert sinn sem þeir spurðu eftir símanúmeri. * Morguninn 6. febrúar grúfði þétt og loðmulluleg þoka yfir borg- inni. Reglulegt Lundúnaveður. Þokan gerði manni þungt um and- ardráttinn. Hún fór inn í nefið og jafnvel niður í háls. Hún smeygði sér inn í herbergin um glufur á gluggarömmunum. Það glórði í rafljósin. Húsin hinum megin við Norfolkstræti voru að sjá eins og ógreinilegar þústur. Bakkinn handan við Thames var hulinn gulu mistri. Þegar við komum á Westminsterbrúna var þokan orðin að þéttum úða. Þar sem aðalgatan var lokuð vegna viðgerða (þetta hverfi hafði fengið illa útreið í loftárásunum) fórum við um hlið- arstræti til borgarráðshallarinnar, en þar eru skrifstofur borgar- stjórnarinnar. A horninu var stór, hvítur fáni með ör, sem benti á húsið, og á liann var letrað: „World Trade Union Conference“. Svipað merki var við innganginn til borgarráðshallarinnar. Fyrir framan anddyrið var ys og þys: Leiguvagnar, bifreiðir, strætis- vagnar og hópar af fólki á þönum fram og aftur. Það heyrðist smella í myndavélum fréttaritaranna og kvikmyndatæki geltu. Á gangin- um framan við borgarráðssalinn var talsvert umstang; ýms plögg varðandi ráðstefnuna voru afhent þar og skilríki athuguð. Með- limir T. U. C. nefndarinnar sáu um að þörfum fulltrúanna væri fullnægt. Fregnritarar ensku dagblaðanna, sem var leyft að sækja setning- arfundinn, steyptu sér yfir sovétfulltrúana likt og valur á bráð. Þeir sveimuðu í kringum þá langa lengi og steyptu sér síðan á þá og reyndu að koma að þeim óvörum. Heill hópur af þeim umkringdi forseta sovétsendinefndarinnar; en hann hratt áhlaupinu þurrlega. Kunnátta hans í ensku kom honum hér að góðu haldi. Tveir fregn- ritarar sátu um stúlkuna, sem túlkaði, og knúðu hana til að segja sér, hvar herra Kuznetsov hefði látið sauma fötin sín: í Englandi eða í Sovétríkjunum? Stúlkan svaraði dálítið ringluð, að til þessa hefði hún engan áhuga haft á fötum herra Kuznetsovs, en eftir því sem hún bezt gæti séð væru þau gerð í Moskvu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.