Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 78
258
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
borgar. Og jafnvel símastúlkan á hótelinu notaði andartaks hlé til
þess að hlaupa fram í dyr og horfa á gestina, sem misþyrmdu ensk-
unni svo vægðarlaust, í hvert sinn sem þeir spurðu eftir símanúmeri.
*
Morguninn 6. febrúar grúfði þétt og loðmulluleg þoka yfir borg-
inni. Reglulegt Lundúnaveður. Þokan gerði manni þungt um and-
ardráttinn. Hún fór inn í nefið og jafnvel niður í háls. Hún smeygði
sér inn í herbergin um glufur á gluggarömmunum. Það glórði í
rafljósin. Húsin hinum megin við Norfolkstræti voru að sjá eins
og ógreinilegar þústur. Bakkinn handan við Thames var hulinn
gulu mistri. Þegar við komum á Westminsterbrúna var þokan orðin
að þéttum úða. Þar sem aðalgatan var lokuð vegna viðgerða (þetta
hverfi hafði fengið illa útreið í loftárásunum) fórum við um hlið-
arstræti til borgarráðshallarinnar, en þar eru skrifstofur borgar-
stjórnarinnar. A horninu var stór, hvítur fáni með ör, sem benti
á húsið, og á liann var letrað: „World Trade Union Conference“.
Svipað merki var við innganginn til borgarráðshallarinnar. Fyrir
framan anddyrið var ys og þys: Leiguvagnar, bifreiðir, strætis-
vagnar og hópar af fólki á þönum fram og aftur. Það heyrðist smella
í myndavélum fréttaritaranna og kvikmyndatæki geltu. Á gangin-
um framan við borgarráðssalinn var talsvert umstang; ýms plögg
varðandi ráðstefnuna voru afhent þar og skilríki athuguð. Með-
limir T. U. C. nefndarinnar sáu um að þörfum fulltrúanna væri
fullnægt.
Fregnritarar ensku dagblaðanna, sem var leyft að sækja setning-
arfundinn, steyptu sér yfir sovétfulltrúana likt og valur á bráð. Þeir
sveimuðu í kringum þá langa lengi og steyptu sér síðan á þá og
reyndu að koma að þeim óvörum. Heill hópur af þeim umkringdi
forseta sovétsendinefndarinnar; en hann hratt áhlaupinu þurrlega.
Kunnátta hans í ensku kom honum hér að góðu haldi. Tveir fregn-
ritarar sátu um stúlkuna, sem túlkaði, og knúðu hana til að segja
sér, hvar herra Kuznetsov hefði látið sauma fötin sín: í Englandi
eða í Sovétríkjunum? Stúlkan svaraði dálítið ringluð, að til þessa
hefði hún engan áhuga haft á fötum herra Kuznetsovs, en eftir því
sem hún bezt gæti séð væru þau gerð í Moskvu.