Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 83
FRÁ HEIMSRÁÐSTEFNU VERKALÝÐSFÉLAGANNA 263 sem lýsti yfir, að frönsku fulltrúunum hefði verið falið að berjast fyrir nýjum alþjóðasamtökum fyrir hönd franskra verkamanna, og Astralíumaðurinn Thornton, sem sagði, að síðasta þing áströlsku verkalýðshreyfingarinnar hefði ákveðið að styðja af alefli hug- myndina um nýtt samband. Mikil áhrif hafði ræða Lombardo Tole- dano, forseta verkalýðshandalags Suður-Ameríku, en hann er glæsi- legur, eldheitur ræðumaður. Hann mótmælti uppástungu Citrines að halda II. alþjóðasambandinu við samhliða hinum nýju alþjóða- samtökum verkalýðsins. Hann hélt því fram, að óviðeigandi væri, að tvær alþjóðamiðstöðvar fyrir verkalýðssamtökin störfuðu sam- tímis, hvort sem um lengri eða skemmri tíma væri að ræða; og þó að hann, almennt álitið, væri ekki mótfallinn því, að fulltrúar II. alþjóðasambandsins tækju þátt í skipulagsnefnd hins nýja verka- lýðssambands, sá hann engu síður ótal örðugleika, sem þetta skref mundi hafa í för með sér í reyndinni. Er samþykkt hafði verið ályktun um að mynda ný alþjóðasamtök fyrir verkalýðinn, varð aðalumræðuefnið á ráðstefnunni hinar raunhæfu leiðir til að koma þessu í framkvæmd. Ráðstefnan skaut ákveðið til hliðar öllum minni háttar ágrein- ingsefnum, sem líkleg voru til að tefja verk hennar og valda deil- um meðal sendinefndanna. Eina atriðið, sem ekki náðist samkomu- lag um var „pólska vandamálið“. Hvorki skipulagsnefndin né ráð- stefnan í heild sá nokkra ástæðu til að svipta verkalýðsfélög frjáls Póllands réttinum til að senda fulltrúa á ráðstefnuna. í þessum anda voru meðmæli skipulagsnefndarinnar, og þetta var uppistaðan í áliti því, sem helztu sendinefndirnar sömdu. ASeins enska fulltrúa- nefndin tók þverúðuga afstöðu til þessa máls. Nokkur blöð, sem voru áköf í að dorga eftir ósamkomulagi á ráðstefnunni, voru þegar búin að spá því, að þetta yrði tundrið, sem sprengdi ráðstefnuna í loft upp. En jafnvel hér fundust úrræði. Skipulagsnefndin stakk upp á og þingheimur féllst á, að ákvörðun um að bjóða pólsku verkalýðsfélögunum væri látin liggja mili hluta, sökum óvinsam- legrar afstöðu „mikilvægrar fulltrúanefndar“. Nefndin, sem um var að ræða var ekki nefnd á nafn í ályktuninni, en allir vissu við hverja var átt. í hvert skipti sem enska fulltrúanefndin hélt því fram, að ráð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.