Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 87
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON:
Feluleikur og staðreyndir
Svar til Peter Hallbergs
Sænski sendikennarinn við Háskóla íslands, herra Peter Hallberg,
birtir greinarkorn í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar, þar
sem ritdómur minn um bókina Glitrci daggir, grœr jold er gerður að
umræðuefni, en einkum leitazt við að hnekkja fáeinum hógværum
orðum, sem ég hafði látið falla um hergagnaverzlun Svía við þýzka
nazista á styrjaldarárunum. Herra Peter Hallberg kveður það algert
ranghermi hjá mér, að fyrrnefnd bók hafi átt nokkru gengi að fagna
í föðurlandi sínu, þrátt fyrir 25000 króna verðlaun og næsta litríkar
auglýsingar, því að allir sænskir ritdómarar, sem binda ekki skoð-
anir sínar við hagsmuni útgefendanna, muni óhikað samþvkkja álit
mitt á þessari listsnauðu skáldsögu, eins og reyndar sérhver meðal-
greindur bóklesandi í Svíþjóð. Ég er sendikennaranum mjög þakk-
látur fyrir þessar ánægjulegu upplýsingar, en tel liinsvegar, að þær
setji mig ekki í neinn vanda persónulega. heldur miklu fremur aðra
aðila, sem geta vonandi tekið til máls um þetta efni og gert hreint
fyrir sínum dyrum. Síðastliðin fimm ár hefur ekki verið unnt fyrir
okkur Islendinga að fylgjast með tíðindum í bókmenntaheimi Svía,
þar sem nýjar sænskar bækur, blöð og tímarit hafa alls ekki sézt hér
í verzlununum eða söfnum, eftir að sambandið við Norðurlönd slitn-
aði vorið 1940. Mér þykir að vísu ekki ósennilegt, að sendiráð Svía
í Reykjavík hafi að staðaldri fengið eitthvað af sænskum bókum og
blöðum á þessu tímabili, en þar sem ég er ekki heimagangur hjá
sendiráðinu, fremur en venjulegir íslenzkir lesendur, hefur það
hvorki komið mér né þeim að neinum notum. Það má telja fullvíst,
að prentað mál hafi yfirleitt verið flutt af skornum skammti út úr
Sviþjóð á styrjaldarárunum, nema þá helzt til Þýzkalands og Spánar.
Ég skal til dæmis láta þess getið, lierra Peter Hallberg til skemmt-
unar, að þegar ég var staddur í New York veturinn 1944 og las