Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 88
268 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAF næstum því daglega einkar fróðlegar greinar í bandarískum blöðum um viðskipli Svía og Þjóðverja, þar sem kúlulegusölunni voru gerð ítarleg skil, þá reyndi ég hvað eftir annað að afla mér einhverra frétta um nýjar sænskar bækur, bæði hjá The American-Scandi- navian Foundation og bókaverzlun Bonniers við Lexington Avenue, en það bar engan árangur. Kafla úr hinni heiðarlegu skáldsögu Mobergs, Rid i natt, hafði ég áður lesið í enskri þýðingu, en sá hana fyrst á frummálinu fyrir nokkrum vikum. Það gleður mig að heyra, að sendikennarinn skuli telja þessa sögu merkasta bókmenntavið- burð stríðsáranna í Svíþjóð, enda þótt hún hefði gjarna mátt vera miklum mun skeleggari og komist hvergi í samjöfnuð við leikritið Niels Ebbesen eftir Kaj Munk. En nú skulum við aftur snúa okkur að ranghermi mínu viðvikjandi brautargengi verðlaunareyfarans Glitra daggir, grær fold. Sú þögn, sem hafði af skiljanlegum ástæð- um ríkt hér á landi um nýjar sænskar bækur, var skyndilega rofin í desembermánuði síðastliðnum, þegar bókaútgáfan Norðri á Akur- eyri auglýsti með mikilli viðhöfn, að nú gæfist íslenzkum lesendum kostur á að eignast hið „óviðjafnanlega snilldarverk“, Glitra daggir, grær fold, eftir Margit Söderholm. Ennfremur sögðu útgefendurnir, að snilldarverkið hefði „hlotið hæstu bókmenntaveT'Slaun Svíaríkis 1943“ og auðvitað „einróma lof“, þar sem það var talið „stórfeng- legasti bókmenntaviðburður í Svíþjóð þetta ár“ og seldust þar öllum bókum betur“, enda finnur lesandinn „loftið titra við hugaræsingu sína og hrifningu, og hita blóðsins koma fram í kinnar sér“, eins og „eitt stórblað Svía hafði komizt að orði“ um snilldarverkið! Þessi ummæli stingá mjög í stúf við upplýsingar herra Peter Hallbergs. En mér fór sem fleirum, að ég lagði trúnað á þann hluta auglýs- inganna, sem fjallaði um frægðarferil bókarinnar erlendis, og datt ekki annað í hug en útgefendurnir styddust hér við áreiðanlegar heimildir og teldu líka virðingu sinni ósamboðið að fara með stað- leysur einar og blekkingar til að lokka fé út úr íslenzkum lesendum. Ég vona, að flestir sanngjarnir menn virði mér trúgirnina til vork- unnar, ekki sízt vegna þess, að mér hafði verið skýrt frá því, að jafn vafalítill menningarfrömuður og fyrrverandi utanríkisráðherra íslands, Vilhjálmur Þór, væri einn stærsti hluthafinn í bókaútgáf- unni Norðri. Ég geri fastlega ráð fyrir, að honum og öðrum eigend-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.