Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 90
270 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í UNNRA, en auk þess veitt Norðmönnum, Dönum og öðrum að- þrengdum þjóðum alla þá lijálp, sem þeir gátu í té látið, án þess að rjúfa hið dýrmæta hlutleysi sitt, — til dæmis nemi verðmæti mat- vælagjafanna til Norðmanna um 1.800.000 sænskra króna á mánuði og fjársöfnunin handa þeim sé þegar orðin rúmlega 50 milljónir króna. Þessar tölur eru bæði fagrar og gleðilegar. Það hefur heldur aldrei hvarflað að mér, að sænskt alþýðufólk hafi kært sig um að safna pípuhöttum og stélfjöðrum eða borða daglega steiktan ali- pening og drekka kampavín, meðan frændur þess handan við landa- mærin urðu að þola hungur, klæðleysi, ofsóknir, dýflissuvist og hverskonar þjáningar. Eg hef aldrei dregið í efa, að mikill meiri hluti sænsku þjóðarinnar hafi hatað og fyrirlitið þýzka nazista og verið reiðubúinn að taka virkan þátt í baráttunni gegn morðstefnu þeirra, en jafnframt fordæmt í hjarta sínu sérhverja aðstoð við þá, hvort sem hún var látin í té umbúðalaust eða vafin inn í löggiltan skjalapappír með áletraðar yfirlýsingar um strangasta hlutleysi. Og þar ineð erum við komnir að mikilvægu atriði, sem herra Peter hefði gjarna mátt hugleiða betur, áður en hann fyrtist af ritdómi mínum um verðlaunasöguna, en einkum þegar hann samdi fyrir- lesturinn hánda Guðlaugi Rósinkranz. Það mun hverju orði sann- ara, að sænskt hlutleysi sé eitthvert hið teygjanlegasta og sleipasta hugtak, sem mannkynið þekkir. En er það ekki ótvíræður stuðning- ur við ófriðarríki að selja því án nokkurra verulegra takmarkana ýmis bráðnauðsynleg efni til vopnaframleiðslu og hernaðarreksturs, eins og til dæmis járnmálm, eða birgja það upp af jafn áríðandi hlutum og kúlulegum, eða leyfa því að flytja vígbúið lið þvert yfir land, sem hefur helgað sig eindregnu og afdráttarlausu hlutleysi? Við skulum sleppa þeim grunsemdum, að sænskar vélbyssur hafi slundum slæðzt með kúlulegusendingunum, áður en verðgildi marks- ins tók að falla, og ennfremur gera ráð fyrir því, að þýzku liðflutn- ingarnir hafi verið leyfðir með tregðu og harmi, en kjarni málsins er sá, að þetta er hvorttveggja liðveizla de facto, hvað sem líður hinni barnalegu skírskotun herra Peters til Marquis Childs og Yorks- hire Post. Og sannast að segja gat ég ekki annað en undrazt bíræfn- ina, þegar sendikennarinn tilkynnti hátíðlega í Rósinkranzfyrirlestr- inum, að Svíar væru reyndar ekki himneskir englar, „þeir gerðu sig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.