Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 92
272 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR dæmis í Majdenek, Oswiecim, Buchenvald, Belsen, Dachau o. s. frv., þar sem tugmilljónir vopnlausra manna, kvenna og barna voru pyndaðar og myrtar. Og ég ráðlegg honum að líta í upphafsskýrslur nefndanna, sem unnið hafa að rannsókn þessara ofboðslegu glæpa, en umfram allt horfa á kvikmyndir, sem nýlega hafa verið teknar af sumum manndrápsverksmiðjunum og sýndar víða um heim. Eftir að hafa séð þær, fellur ný birta, köld, björt og afhjúpandi, yfir sérhverjar tilslakanir og ívilnanir gagnvart þýzkum nazistum. Hins- vegar er það eins og hver önnur móðursýki af hvimleiðasta tagi, þegar hrópað er um misgjörðir, sem eigi að vitja á sænsku þjóðinni í þriðja og fjórða lið! Mér þætti fróðlegt að heyra, á hvern hátt refsiaðgerðirnar hafa lýst sér? Kannske þær séu í því fólgnar, að Svíar eru nú sem óðast að afla sér nýrra markaða og reyna að tryggja sér með blikandi peninguin þann sess, sem aðrar þjóðir, til dæmis Norðmenn og Danir, hafa áunnið sér með fórnum og blóði? Að lokum vildi ég benda herra Peter Hallberg á tvær villur í mál- flutningi hans, sem stafa að öllum líkindum af misskilningi. 1 ræð- unni, sem hann samdi handa Guðlaugi Rósinkranz, virðist hann falla í stafi yfir sálargöfgi og eðallyndi þeirra stjórnmálamanna, miljóna- mæringa og herforingja í Finnlandi, sem kusu heldur að varpa þjóð sinni í glötun og neyð en styggja þýzka herrafólkið. Honum er að sjálfsögðu heimilt að játa þessa einkennilegu trú í framandi landi, en hitt er dálítið óviðfelldið, að hann skuli jafnframt kappkosta að varpa hnútum og illindum að Ráðstjórnarríkjunum, sem ekki hafa sýnt okkur íslendingum annað en fyllstu vinsemd. Það er misskiln- ingur hjá herra Peter að halda í alvöru, að hann sé fær um að koma ofan í okkur í annað sinn þeirri mixtúru, sem hafði næstum því svipt okkur ráði og rænu 1939—40 og skilið síðan eftir höfuð- verk, iðrun og margskonar vanlíðan, enda er það alls ekki hlutverk hans sem sendikennara að freista slíkra stórrœða. Sömuleiðis væri ánægjulegt, ef hann gerði sér Ijóst, að okkur íslendingum þykir vænt um sænska alþýðu og sænskar bókmenntir í beztu merkingu þess orðs. A ið höfum dáðst að Tegnér, Fröding, Strindberg, Selmu Lagerlöf, Heidenstam, Lagerkvist og Gullberg, svo að örfá nöfn séu nefnd af tugurn. En þar með er ekki sagt, að við getum dáðst að viðskiptum við Þjóðverja á styrjaldarárunum, eða völdum, áhrifum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.