Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 104
284
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kerlingartruntur, gaddaskötur o. s. frv. o. s. frv., virðast haldnar af sjúklegri
kynhvöt. „Þær hallrönguðu sér utan í hann . . skotruðu gfyrnunum og rilluðu
allar til, svo það brakaði og marraði í kerlingabeinunum . . Þeim fórst, þess-
um gömlu skrjáfandi skinnbrókum, að vera að frýnast í silki; þeim sómdi það,
þessum skrukkum, að vera að rilla sér og dilia eins og götumeyjar . . .“ (bls.
16) „þær . . glenna sig framan í hann og hanga í honum, — rétt núa sér við
mjaðmirnar á honum“ (bls. 15) „Eg held hún . . hafi . . blásið og púað af
losta og forsmán" (bls. 235) „Var það sosum nokkurt karlmennskuverk að
þukla og þreifa — nei, kreista og . . . og já, kremja kvensniftir — eða . . .
eða sleikja á þeim trantinn, freyðandi votan trantinn?" (bls. 102). Þessi dæmi
verða að nægja til að sýna háttvísi höfundarins. Þau mega teljast tiltölulega
ktirteisleg miðað við önnur sem eru þess eðlis að ég kynoka mér við að til-
færa þau. Forstöðukonan á þessu hæli, setn mun eiga að vera miðaldra kona,
„liálærð og margsigld", gerir meira að segja tilraun til þess að fá gamalmenn-
ið Eirík Atlianíusson til þess að ciga lag við sig og þegar það ber ekki tilætl-
aðan árangur reynir hún að niðurlægja hann sem mest hún má.
Ilér mun ég láta staðar numið við að tilgreina smekkleysur þessarar bókar,
og er þetta þó aðeins ótrúlcga lítið brot af þeim. Hins vegar tel ég mig þess
ekki umkominn að veita þeim þau skil sem verðugt væri. Það er hlutverk handa
sálfræðingi.
Það er vissulega verkefni fyrir rithöfund að lýsa gömlu fólki, lífskjörum
þess, sérkennum og vandamálum, en bók eins og þessi er fangtum verri en eng-
in bók. Hún er ekki aðeins móðgun við íslenzk gamalmenni heldur einnig ís-
lenzka lesendur. Hún er höfundinum til minnkunar og dómgreind útgefenda til
skammar. Til samræmis við annað er prófarkalestur mjög lélegur og prentvill-
ur margar. Sem dæmi um vandvirknina má nefna að bókin heitir á kili Kon-
ungur á Kálfsskinni, utan á spjaldi Konungurinn á Kálfsskinni og á titilblaði
Konungurinn á Kálfskinni! Myndir eru í bókinni eftir listamann sem gleymzt
hefur að nefna. Þær hefðu átt skilið þokkalegra umhverfi.
Eitt af því minnisstæðasta sem Snorri Sturluson hefur skrifað er kaflinn um
Hrærek konung blinda sem lézt á Kálfskinni í Eyjafirði. Nafn þessarar bókar
mun eiga að vera skírskotun til þeirrar snilldarlýsingar. Má segja að það
kóróni smekkleysurnar í þessari einstæðu bók.
M. K.
Leijur Miiller: í FANGABÚÐUM NAZISTA
Víkingsútgáfan 1945, 226 bls.
Bók þessi er eins konar skýrsla ur.gs Reykvíkings um það, sem fyrir hann
bar, frá því hann lenti í klóm þýzku lögreglunnar í Osló 21. október 1942 og
þangað til hann komst loks til Svíþjóðar 1. maí 1945. Eg þarf ekki að taka
fram, að skýrslan er ófögur. En höfundurinn lætur þess getið í formála bók-