Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 105
UMSAGNIR UM BÆKUR 285 arinr.ar, að hann liafi fylgt þeirri reglu að sleppa öllu, sem hann hafi ekki verið alveg viss um að muna rétt, svo að sérhvert orð er sannleikanum sam- kvæmt. Frásögn hans er mjög ljós og skilmerkileg, og gersamlega sneydd allri tilfinningasemi. Hann telur einungis fram staðreyndir og bregður upp nákvæm- um myndum af Möllergaten 19, Grini og Sachsenhausenfangabúðunum í Þýzkalandi, þessum illræmdu pyndingastöðvum nazistanna, sem hvert manns- barn á Islandi kannast við af afspurn. Bókin lýsir í stuttu ntáli hungri, þrælk- unarvinnu, kvölum, barsmíðum, hengingum, morðæði og villimennsku. Hún hefur sömu sögu að segja og hundruð annarra bóka, sem ritaðar hafa verið í heiminum um atferli Þjóðverja á síðuslu árum. Hinsvegar hlýtur hún að standa okkur nær en margar þeirra, þar sem höfundurinn er Islendingur. Og cg fullyrði hiklaust, að hún eigi jafnvel hrýnna erindi til okkar heldur e:i samskonar bækur til ýmissa annarra þjóða. Þeir menn munu torfundnir í Evrópu um þessar mundir, að sumum íslend- ingum undanskildum, sem ekki fyllast skelfingu og viðhjóði, þegar þeim verð- ur hugsað til hryðjuverkanna og glæpanna, sem þýzka þjóðin framdi undir stjórn nazista, allt frá valdatöku þeirra 1931 til styrjaldarloka síðastliðið vor. Svo víðtækir og yfirgripsmiklir voru þessir glæpir, svo hnitmiðaðir og skipu- lagðir í framkvæmd, að ekki hefði verið unnt að fremja þá ár eftir ár án vitundar meiri hluta þjóðarinnar, samþykkis hennar, tilstuðlunar eða óbeinn- ar aðstoðar. Því hefur mjög verið á lofti haldið, að tiltölulega fáinenn klíka nazista hafi kúgað, fjötrað og lieft alla þjóðina svo rækilega, að ógerningur hafi verið fyrir hana að grípa í taumana og reyna að afstýra hermdarverkun- um. En þessi kenning virðist því miður heldur órökvís gagnvart staðreyndun- um. Aðfarir þýzku herjanna í styrjöldinni benda eindregið til þess, að mest- cll þjóðin hafi verið orðin gegnsýrð, forblinduð og andsetin af nazistískum áróðri. Engin herstjórn, hversu sterk sem hún kynni að hafa verið, hefði reynzt þess umkomin að láta gervallan liðsafla sinn taka þátt í hinum ofboðslegustu hryðjuverkum, ef hann hefði ekki lotið sama villimannslega ofstækinu sem hún. Sá maður, sem drýgir glæpi, á að dæmast samkvæmt verðskuldan. Það er algild regla. Sú þjóð, sem drýgir glæpi, á einnig að dæmast samkvæmt verðskuldan og afplána réttláta refsingu, þótt hitt sé vitað, að dómur yfir ein- staklingi er ávallt þyngri og auk þess óendanlega auðveldari í framkvæmd en dómur yfir heilli þjóð. Eg skal játa það hreinskilnislega, að ég get alls ekki skilið hugarfar og lálarástand þeirra samlanda minna, sem fá tár í augun og klökkna allir útvortis af meðaumkun með þýzku þjóðinni um þessar mundir. Það er rétt, að afsiðun og niðurlæging þýzku þjóðarinnar undir stjórn nazista er sorglegri en orð geta lýst. Hinsvegar ætti það að vera hverjum heiðarlegum martni óblandið gleði- efni, að Þjóðverjum skuli nú aftur gefast tækifæri til að ávinna sér þegnrétt- indi meðal siðmenningarþjóða, — og það væri algerlega gagnstætt óspilltri réttlætistilfinningu, ef þeir þyrftu ekkert á sig að leggja og engum stakka- skiptum að taka til að endurheimta manndóm sinn og virðingu, rétt eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.