Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 106
286
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
afbrot Jieirra hefðu verið helber hégómi, lítilsháttar óvitaskapur, smávegis
gönuskeið, sem bezt væri að gleyma, leiðinleg slysni, sem affarasælast mundi
að J)vo burtu úr endurminningunni með vinsamlegum heimboðum og rjúkandi
púnsdrykkju. Þeir samlandar nn'nir, sem tala hæst um þrengingar þýzku þjóð-
arinnar í vetur, (en J)ví fer fjarri, að þær séu meiri og átakanlegri en þreng-
ingar annarra þjóða á meginlandi Evrópu), klökknuðu hvorki né grétu, þegar
fyrstu íregnirnar bárust hingað af atferli nazista, Gyðingaofsóknum þeirra,
bókabrennum, kommúnistamorðum og fjöldahandtökum. Nazistar voru ekki
fyrr komnir til valda í Þýzkalandi en þeir reistu fangabúðir víðsvegar um
Jandið, sem voru í reyndinni ekkert annað en liryllilegustu pyndingastöðvar
og aftökuver, þar sem Gyðingum, pólitískum andstæðingum, vísindamönnum,
alþýðuleiðtogum og menningarfrömuðum var útrýmt. Tugmilljónir hinna beztu
manna og kvenna hafa þolað viðurstyggilegustu pyndingar í þessum fanga-
búðum. TugmiUjónir þeirra bafa látið lífið í þessum fangabúðum. Þeir hafa
verið limlestir, kvaldir til dauða, hengdir, skotnir, kæfðir með gasi, brenndir
lifandi, sveltir í hel. Sérhvern siðmenntaðan mann setur liljóðan, þegar hann
heyrir nöfn eins og Dachau, Belsen, Buchentvald, Sachsenhausen, Oswiecim
og Majdenek, svo að nefnd séu nokkur þýzk eyðingarver af tugum, jafnvel
liundruðum. Og sennilega eru lýsingar fanganna, sem sluppu lifandi úr þess-
uin jarðnesku helvítum, ásamt ljósmyndum, kvikmyndum og skýrslum frétta-
ritara og rannsóknarnefnda Bandamanna, voveiflegustu og myrkustu vitnis-
burðir urn mannlega grimmd, sem til eru. Þeir Þjóðverjar, sem unnu að fram-
kvæmd þessara glæpa, skiptu milljónum. Framhjá þeirri staðreynd er ekki
hægt að sneiða.
Hernaðarvél nazismans hefur verið sigruð og moluð sundur eftir langa og
blóðuga styrjöld, en J>ví fer víðs fjarri, að slíkt hið sama megi segja um andleg
ítök hans í einstaklingum, stéttum og jafnvel þjóðum. Nazisminn er ekki sér-
þýzkt íyrirbæri, heldur alþjóðiegt, þótt hann hafi hvergi náð svipuðum tökum
sem í Þýzkalandi. Rætur hans liggja ekki fólgnar í persónuleik einstakra
valdafíkinna stjórnmálamanna, heldur ber að leita þeirra í samfélagsháttum
og menningu þjóðanna. Og margt bendir til þess, að nauðsynlegt sé í framtíð-
inni að hafa fyllstu gætur á þeim öngum hans, sem ekki verða upprættir í
skjótri svipan, svo að hann fái ekki í annað sinn að steypa bölvun og tor-
tímingu yfir mannkynið. Sú varðgæzla getur því aðeins borið tilætlaðan
árangur, að menn skilji til hlítar eðli nazismans og markmið, sem birtist
hvorttveggja afhjúpað í fangabúðum hans og eyðingarverum uin gervalla
Evrópu. Þess vegna vildi ég óska, að flestir Islendingar kynntu sér bók Leifs
Mullers og hefðu jafnan hugfast við lestur hennar, að milljónir manna hafa
sömu sögu að segja og hann eða miklum mun geigvænlegri, en aðrar milljónir
eru ekki til frásagnar um örlög sín í klóm þýzku nazistanna, þar sem þær eru
nú aðeins duft og aska.
Ó. J. S.