Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 16
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON:
Andlegt frelsi
Erindi jlutt á jundi Stúdentafélags Reykjavíkur 12. jan. 1950, aukiÍS og endurbœtt
Góðir áheyrendur!
Þessi fundur hefur verið boðaður til að ræða um andlegt frelsi.
Hvað er andlegt frelsi?
Það er lausn undan blekkingu persónuleikans. þessum hnút, sem lífs-
baráttan hefur hnýtt á sálarlíf okkar, þessari sjálfslygi, sem hefur klof-
ið lífið sundur í „mitt“ og „þitt“, húsbændur og þræla, auð og fátækt,
trúarbrögð og ríki, ótta og huggun, líf og dauða. Enginn maður er and-
lega frjáls, fyrr en hann hefur losnað út úr þoku þessarar glapsýnar.
En það er ekki þetta innra frelsi, sem hér er til umræðu í kvöld. Hér
á að tala um frelsi einstaklingsins í þjóðfélaginu, pólitíska frelsið, ytra
frelsið.
Stjórnmálaáróður auðvaldsríkjanna, sem rekinn hefur verið af frum-
stæðum ofsa síðustu fjögur árin, skiptir íbúum jarðarinnar í tvær and-
stæðar og fjandsamlegar fylkingar. í aðra fylkinguna raðar hann þeim
þjóðum, sem búa við auðvaldsþjóðskipulag. Það eru frjálsar þjóðir og
lönd þeirra lýðræðisríki. Það eru góðar þjóðir.
Hina fylkinguna lætur hann þær þjóðir skipa, sem lifa við sósalist-
iska búnaðarháttu. Það eru ófrjálsar þjóðir og lönd þeirra einræðis-
riki. Það eru vondar þjóðir.
Þessi uppstilling á mannkyninu, að sönnu nokkuð grunnfær, er lam-
in inn í okkur linnulaust í öllum áróðurstækjum auðvaldsríkjanna, í
bókum, blöðum, útvarpi og á mannfundum. Vestrænt lýðræði — aust-
rænt einræði, engilsaxneskt lýðræði — rússneskt einræði, stríðsógnun
Rússa — Atlantshafsbandalagið verndun friðarins, — þetta málgjálf-
ur tyggur hver upp eftir öðrum án þess að gera sér nokkra minnstu
grein fyrir þjóðfélagslegu staðreyndunum, sem bak við það eru faldar.
En hverjar eru þá staðreyndirnar. Er það í sannleika svo, að auð-