Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 17
ANDLEGT FRELSI
7
valdsþjóðirnar einar búi við lýðræði og andlegt frelsi, en Rússar og
aðrar sósialistiskar þjóðir hjari við einræði og andlegt ófrelsi? Er
þetta satt?
Hver eru þau meginhlunnindi, sem einkenna lýðræðisþjóðskipulag?
Þau eru kosningarréttur, ritfrelsi (og þar í tel ég málfrelsi), félags-
frelsi og trúfrelsi.
Hvernig eru svo þessar frelsisgreinar framkvæmdar í ríkjum auð-
valdsins og sósíalistisku ríki, og þar vel ég Rússland til samanburðar.
í öllum auðvaldsríkjum er kosningarréttur bundinn við hátt aldurs-
takmark. I sumum þeirra, til dæmis Sviss, hefur meira en helmingur
þjóðarinnar, það er konur, engan kosningarrétt. I Englandi eru kjós-
endur, sem hafa rétt til að greiða tvö til þrjú atkvæði. Þar að auki er
lýðræðið í þessu landi stórum þrengt með valdi lávarðadeildar parla-
mentisins. Hún er skipuð aðalsmönnum og ríkisbubbum. Þeir eru ekki
kosnir af þjóðinni, heldur ganga þingsætin flest að erfðum. Þessir
herrar geta um óákveðinn tíma sett fótinn fyrir framgang mála, er hin-
ir þjóðkjörnu fulltrúar neðri deildarinnar hafa samþykkt.
I Bandaríkjum Norður-Ameríku er fjöldi svertingja útilokaður frá
kosningum. Það eru líka menn. Þar í landi kemst enginn á þing nema
hann geti lagt 12 000 dollara í kostnað. Auk þess verður hann að gefa
mikið af þingkaupi sínu til alls konar góðgerðastofnana, og hann verð-
ur að gefa ríflega. Annars á hann það víst, að góðgerðastofnanirnar
vinni á móti honum og úthrópi hann sem vondan mann. í síðastliðin 42
ár hefur aðeins einn reglulegur bóndi komizt á þing í þessu marglof-
aða lýðræðisríki. En auðugir menn, sem reka búskap sér til skemmt-
unar, svo nefndir „gentleman farmers“, þruma þar á þingstólum.
Það vantar því mikið á, að kosningar í þessum löndum og meðfercf
mála á þinginu séu lýðræðislegar. Auk þess er það einungis fólkið í
heimalandi Breta, sem nýtur þessara frelsisgæða. I nýlendum þeirra
ríkir fasistiskt ofbeldi og einræði. Eins er það í nýlendum Frakka og
Hollendinga.
En hvernig er þá þessum réttindum farið í Sovétríkjunum?
Allir borgarar í Sovétríkjasambandinu, sem náð hafa 18 ára aldri,
hafa jafnan rétt til kosninga. Það er lægra aldurslágmark en í nokkru
auðvaldslandi og þess vegna fyllra lýðræði, þar eð hlutfallslega fleiri
taka þátt í stjórn landsins. En þar að auki hafa sovétkjósendur mjög