Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 24
14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
heildarhlutföllin milli hins rússneska og danska lýöræðis telur hann,
lauslega reiknað, hér um bil 8% á móti 7.
I upphafi þessa erindis varpaði ég fram þeirri spurningu, hver væru
þau höfuðhlunnindi, sem einkenndu lýðræðisþjóðskipulag. Eg hef nú
gert nokkra grein fyrir, hver þessi hlunnindi eru og hvernig þeim er
farið í Sovétlýðveldunum og þeim auðvaldsríkjum, sem tíðast eru talin
til fyrirmyndar um lýðræðislegt frelsi. Tímans vegna hef ég orðið
að fara mjög fljótt yfir sögu og sleppa mörgu, sem ég hafði á taktein-
um. En ég vona samt, að mér hafi tekizt að sýna fram á þetta með við-
unandi rökum:
Þau meginhlunnindi sem einkenna lýðræðisþjóðskipulag og þar af
leiðandi andlegt frelsi eru öllu ríflegri í Sovétrússlandi en í vestrænum
auðvaldslöndum.
Þetta sannleiksfjandsamlega blaður um einræði Stalíns, kommúnist-
iskt ofbeldi, rússneskt þrælahald, rússneskan yfirgang, rússneska heims-
valdastefnu, á ekki við nokkur rök að styðjast. Það er aðeins mann-
hatursáróður siðlausra fjárplógsmanna, til þess að hræða fólk frá sós-
íalisma og ginna það til að láta múra sig undir kúgun, arðrán, örbirgð,
andlegt ófrelsi og síðar meir miljónamorð í krafti atómsprengjunnar,
ef guð lofar.
Mig hefði langað til að ræða nokkuð ýmsa atburði, sem gerzt hafa
fyrr og síðar i Sovétríkjunum og fréttaberar auðvaldsins hafa rang-
hverft og gert að grýlusögum. Mig hefði langað til að skýra lítið eitt
gagnrýni Rússa á rithöfunda sína og listamenn, deiluna milli lífeðlis-
fræðinganna, einsflokkskerfið, sambúð Sovétlýðveldanna við nýsósíal-
istisku löndin og fleira. Og mig hefði langað til að bregða svolítilli
skímu yfir lygaflóðið, sem stanzlaust streymir gegnum öll skolpræsi
auðvaldsins, þessa tötramennsku mannssálarinnar, er á sínum tíma lét
Ukraínubúa lifa á hreindýramosa,1 drap Lenín þrjátíu sinnum, áður
en hann burtkallaðist2, og nú hræðir fólk með draugasögum um yfir-
gang Rússa, þrælahald, ofsóknir gegn rithöfundum, listamönnum og
vísindamönnum og þannig óendanlega. En tíminn leyfir ekki að gera
þessu viðhlítandi skil. Ég get þó ekki stillt mig um að drepa aðeins á
tvö mikilvæg atriði, ef verða mætti til ofurlítils skilningsauka.
Alla tíð, síðan byltingin varð í Rússlandi, hafa rússneskar þjóðir lif-
1) Morgunblaðið. 2) Times, virðulegasta dagblað enska íhaldsins.