Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 28
18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
EfnahagslýðræSinu liefur og verið stórum spillt með síminnkandi
kaupmætti krónunnar. Fiskimarkaðir okkar hafa að miklu leyti verið
ofurseldir auðhringum og kreppu, en verzlunarmöguleikar við hin
kreppulausu Sovétlýðveldi eyðilagðir sakir pólitísks haturs á þessum
sjötta hluta jarðarinnar. Þessi ráðsmennska kemur svo niður á öllu
vinnandi fólki í landinu í stórkostlegri skerðingu á efnalegu lýð-
ræði.
Hnignun í réttarfarslegu lýðræði er og hverjum manni auðsæ.
Akæruvaldið stofnar til málshöfðana á vinstri menn fyrir ómerkilegar
yfirsjónir, en afbrot hægri manna eru vernduð og varin. Og nú sýnist
svo komið, að það sé nálega fyrir það girt, að sósíalisti nái réttlátum
dómi í pólitískum sökum fyrir dómstólum landsins.
Fyrir nokkrum árum samþykkti alþingi lög, sem leggja refsingu við
])ví aS gagnrýna menn í opinberum stöðum, meira að segja, þótt þeir
séu sannir aS sök. ÞaS er lítill vandi að koma auga á það, hvílíkur
liáski það er lýðræðinu og lýðræðislegu aðhaldi í landinu að banna
gagnrýni á mönnum í ábyrgðarmiklum stöðum.
Einnig hefur útvarpið skriðið nokkurn kipp til einræðis og andlegs
ófrelsis.
Fyrir nokkrum árum var einn af hæfustu mönnum útvarpsins rekinn
frá starfa sínum, töku erlendra frétta og flutningi útlendra fréttaþátta.
ÞaS var af pólitískum ástæðum, ósköp vesaldarlegum andlegum kot-
ungshætti.
Með stjórnarskiptunum 1947 var sú frelsisskerðing upp tekin á út-
lendum fréttaflutningi, að fréttir skyldi ekki taka frá öðrum stöðum
en fréttastofunni í London og eitthvað smávegis frá NorSurlöndum.
Hins vegar var bannað að flytja fréttir frá Moskva, Tékkóslóvakíu og
Austur-Þýzkalandi.
Hvernig er svo þessum fréttaburði frá London í skinn komiS?
Þar störfuðu fyrr meir tvær vaktir að fréttaflutningi. Onnur var
frjálslynd, hin afturhald. Frjálslynda vaktin hefur ekki heyrzt hér á
landi í langa tíð. Hinn erlendi fréttaflutningur íslenzka útvarpsins er
því einhliða og stundum ruddalegur íhaldsáróður fyrir afturhalds- og
yfirgangs-öflum heimsins, dag eftir dag og ár eftir ár sama hundleiðin-
lega lágkúrutuggan um eitthvað gott í brezka heimsveldinu, aukningu
á kolaframleiðslunni í Englandi (stundum tvisvar á dag), kjaftæði,