Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 33
ANDLEGT FRELSI
23
..okkar“, engir húsbændur og þrælar, heldur aðeins jafningjar, enginn
auður og fátækt, heldur velsæld allra, engin trúarbrögð, heldur innri
uppljómun, engin ríki og þjóðir, heldur aðeins jörð og menn, enginn
ótti og huggun, heldur óhagganlegt öryggi og vissa. Og þetta er einmitt
líka kjarni sósíalismans.
Það er varla til sá maður, sem ekki kannast við að hafa lifað að-
kenningu slíkra augnablika. En máski hafa fæstir gert sér grein fyrir,
hvað það var, sem þarna stóð að verki. Ef til vill hafa þeir litið á það
sem flögrandi tilfinningasemi, er engan fastan höfuðstól ætti að baki sér.
En sannleikurinn er allt annar. Þessi hughrif, sem aðeins ná til okkar
í daufum glömpum fáein hátíðleg andartök á langri ævi, verða síðar
meir í þróun vorri varanlegt innræti okkar allra.
Það hafa verið til menn og þeir eru ennþá uppi, sem náð hafa þessum
hæðum til ævarandi dvalar. Eg get bent á menn eins og Buddha, Jesú
Krist, Ramakrishna, Krishnamurti, Maharishee, sem Paul Brunton seg-
ir, að sé kallaður vitrasti maður Indlands, og marga fleiri. Og þetta eru
engin óverðskulduð náðarverk, sem þessum mönnum einum hlotnast.
Það eru ávextir mikillar vinnu, óralangrar viðleitni til fullkomnunar.
Og það, sem þessir menn eru þegar orðnir, það eigum við öll hin eftir
að verða, svo framarlega sem við göngum til fylgis við hin hvítu öfl
lífsins.
Þetta er að hafa losnað undan blekkingu persónuleikans. undan valdi
hinna þröngu, eigingjörnu og fávíslegu sjónarmiða, sem ég vék að í
upphafi þessa erindis. Og ég gaf í skyn, að sósíalistiskt samfélag legði
okkur í hendur betri aðstöðu til að ná þessum vexti heldur en kapitalist-
iskt þjóðskipulag; sem fyrst og fremst örvar og nærir svörtustu eigin-
girnina í fari okkar: ágengni, arðrán, samkeppni, mannhatur, ótta og
styrjaldir, og nú er svo djúpt sokkið í öllum þessum löstum, að það er
engu líkara en ræningjabæli ótíndra glæpamanna.