Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 40
30 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR veginn upp af ímyndunarafli fólksins, ,sem var þeim mun sterkara en hjá okkur; svo sterkt og frjósamt í upprunalegri listrænni afstöðu til hlutar, að það er vafamól hvor kynslóðin hefur aðra að öfunda um það er kemur til skilníngar listaverks, vér eða þeir. Og því megum vér ekki gleyma, að hin tæknilega fullkomnun í listflutníngi er heldur lítilsvirði ein sér, ef hið innra skynbragð er sljótt, ef ekki er til sú frumstæða skilníng sem fær skynjað og lifað hið innra verðgildi lista- verks þó það sé túlkað með lágmarki ytri meðala: ef ekki er til sú skilníng barnsins sem getur skynjað alla heimsins hesta í einum sauðar- legg með bólu í endanum einsog í Legg og skel; sú skilníng trúmanns- ins sem finnur rögn alheimsins, sjálfan guðdómleikann, í einu fábrotnu skúrgoði. Ef þetta frumstæða innrasamband áhorfanda við listaverk er ekki til, sú ósjálfráða óskýrða listræna skilníng sem börnum og trú- mönnum er innborin hefur sljóvgast, þá er listin sjálf því miður í hættu og heldur áfram að vera í hættu þrátt fyrir dýrlegustu og full- komnustu tæki. Þessi skilníng Iistar var ríkjandi í þjóðleikhúsinu forna, íslensku baðstofunni, leikliúsgesturinn sá þá fyrir sér Gunnar og Héðin og Njál að minsta kosti jafnskýrt og þá menn sem sýnilegir voru í holdinu, ef ekki skýrar, þótt hvorki væri til Ijósakerfi né leik- sviðstækni; og þessvegna gátu ekki aðeins orðið til, heldur lifað sterku lífi í þjóðinni, listaverk, sem eru þó skömm sé frá að segja betri en það sem vér nútímamenn erum færir að skapa enn sem komið er, að minsta kosti í orðsins list; og það þrátt fyrir alla vora Ijósadýrð og tækni. Annar er sá lofsamlegur atburður sem oss ber að fagna á þessu listamannaþíngi, atburður sem ekki síður en stofnun þjóðleikhúss ætti að tákna þáttaskifti í listalífi voru, og þetta er stofnun sinfónískrar hljómsveitar. Vér, sem um aldaraðir þreyðum hér, heil þjóð, án þess til væri hljóðfæri sem það nafn verðskuldar í öllu landinu, meðan evrópskir smákóngar, hversu hlægilegir sem þeir voru, og jafnvel þó þeir væru fávitar, áttu urnráð yfir fullkomnum hljómsveitum, vér höf- úm nú loks eignast slíkan hljóðfæraflokk. Það stökk úr hljóðfærisleysi og tónlistarvanmenníngu fullkominni, einsog hér ríkti, yfir til þess að eiga nú hér í höfuðstaðnum fullgilda hljómsveit á borð við aðrar sið- aðar borgir, — það er meira en vér getum í svipinn gert oss fulla grein fyrir. Með tilkomu þessarar hljómsveitar gefst oss íslendíngum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.