Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 48
38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hvert sem fer hún í draumi undir fell eða straum,
andinn felst þar, sem batt hennar þrá,
og ég lauga mitt flos við bláhimins bros
er hún bráðnar í regnúðans sjá.
Og Árdagur fríður á ljósvængjum líður
um ljómandi himinboga,
stígur léttur á brún á minn drifhvíta dún
við dvínandi stjörnuloga;
líkt og örn, er svífur og svalloftið klýfur
og sezt í hans gullfjaðra-skini
um andartaks bið á bjargtindsins rið,
er bifast i landskjálftans dyni.
Og er sólsetrið andar frá unnum til strandar
af ástríki friðinum ljúfa,
og kvöldroðans lin eins og litklæði skin
með ljósbönd og purpura-skúfa,
þá hjúpa ég væng minni hjómléttu sæng
og i hreiðrinu blunda sem dúfa.
Hið hringskreytta fljóð búið hvítri glóð,
hin hugljúfa Mána-gyðja,
fer skinandi fæti mín flosuðu stræti,
sem fokvindar óttunnar ryðja;
aðeins englar fá greint er hún liður þar leynt
og læðist um tjaldþekju mína;
ef grisjar í vefinn við gangmjúku skrefin,
þar gægjast fram stjörnur og skina.
Og ég brosi er þær svífa sem býflugna-drífa
af bálandi gulli — svo létt,
er ég klýf niðrí fald mitt kulreista tjald
unz kaldbláa sundið slétt,
líkt og himinsins spöng fallin gegnum mín göng,
mánagliti og stjörnum er sett.
Með perlum ég prýði og skarlati skrýði
ég skrúðvagna Sólar og Mána.