Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 51
SIGURBJÖRN EINARSSON:
„Þar liggur við sæmd þín44
Erindi þetta var flutt á fundi í Þjóðvarnarfélaginu 10. maí s.l. sem haldinn var í
-tilefni þess að tíu ár voru þá liðin síðan er landið var hernumið. Höfundur hefur
sýnt Tímariti Máls og menningar þá góðvild að verða við beiðni okkar um að fá
^rindið hér til birtingar. Ritstj.
í dag eru rétt tíu ár liðin síðan fjölmennur her stríðandi stórveldis
■sté hér á land og tók ísland á sitt vald. Sá atburður %’erður hér eftir
aevinlega talinn áfangamark í sögu landsins. Hann var enda þáttur í tíð-
indum, sem öllu mannkyni var þá þegar ljóst, að skiptu sköpum um
framtíð þess og mundu marka þáttaskil í heimssögunni. Við höfðum
]rá fyrirfarandi vetur fylgzt með því álengdar, sem var að gerast, heyrt
um örlög Póllands og fylgzt með afdrifum Finnlands og gömul samúð
með þessum marghrjáðu og kúguðu þjóðum hafði að nýju gert vart
við sig. En öllum var Ijóst, að þetta var aðeins forleikur þess mikla
drama, sem fært hafði verið á svið og enginn vissi, hvernig leikið
myndi verða eða hvar niður kæmi að lokum. Tæpast gerðum við ráð
fyrir því að verða kvaddir inn á leiksviðið sjálft. En 10. maí 1940 kom
þó að því. Tröllauknar hamfarir höfðu þá átt sér stað á meginlandinu
með svo skjótum og óvæntum atvikum, að þess eru fá dæmi í styrjald-
arsögunni. Nágrannar okkar og frændur í austri og suðri höfðu horfið
i greipar þeirra ránsmanna, sem höfðu hlevpt bálinu af stað og hugð-
ust hluta hnöttinn allan í herfang. En fram að þessu höfðum við að-
eins verið áheyrendur fjarlægra vábresta. Nú barst leikurinn inn yfir
okkar land.
Það var ekki hinn sigursæli her Hitlers, sem hingað kom, heldur
flóttaherinn brezki frá Flandern, sem margir spáðu fullum ósigri og
uppgjöf áður en langir tímar liðu. En þrátt fyrir það voru margir hér
á landi, sem skildu það, að úr því sem um var að gera, hafði okkur
hlotnazt hið betra hlutskiptið, enda þótt það væri næsta tvísýnt, hvað
okkar kynni að bíða, áður en taflið væri á enda. Þetta hugboð reyndist