Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 55
,,ÞAR LIGGUR VIÐ SÆMD ÞIN“ 45 eins hollt að gera ráð fyrir því, að það sé fremur sökum úlfaldanna en okkar sjálfra, ef mikið er í húfi um, að okkar staða sé sem virðu- legust á hergöngu. Það hefur verið svo, að umheimurinn lét sér ekki títt um þessa þjóð. Hvort hér gengju úlfaldar á jöklunum eða rostung- ar eða einhverskonar mannskepnur skipti löngum litlu, a. m. k. fyrir þá, sem dýpst lögðust í stórpólitíkinni. Nú erum við hins vegar mjög ofarlega á baugi, þegar miklum ráðum er ráðið. „Sykki það í myrkan mar, myndu fáir gráta“, var einu sinni kveðið og er nú langt orðið síðan. En þó stendur það líklega enn óhaggað, þótt með öðrum hætti sé en þegar þetta var ort. Það er sá beiski sannleikur í því, að við þurf- urn ekki að gera okkur þann grun, að við séum umvafðir sérstakri umhyggjusemi af annarra hálfu og að það væri almennt talin neitt sér- staklega tilfinnanleg fórn fyrir veröldina, þótt við hyrfum sem þjóð, ef í húfi væri eitthvað, sem hossar hátt í höfuðbókum þeirra fyrirtækja, sem heita stórveldi. I stórri mannkynssögu, sem nú er að verða fræg, eftir Englending- inn A. J. Toynbee, segir höf. á einum stað frá spaugilegu atviki. Það var á öndverðum valdatíma Mussolinis, að próf. Toynbee var kvaddur til þess að flytja fyrirlestur við bandarískan háskóla. Samtímis var þar starfandi sem gestur ítali nokkur, fræðimaður og auk þess senator í ítalska þinginu. Hann flutti fyrirlestra um ítalskar hugsjónir samtím- ans og fylgdi að sjálfsögðu æðri fyrirmælum heiman að frá sér um málflutning, hafði auk þess tamið sér fascistíska tilburði. En þarna talaði hann fyrir daufum eyrum um glæsta framtíð hins ítalska stór- veldis, menn litu á tal hans um nýtt, ítalskt „landnám“ sem klunnalegt grín og hvorki honum né öðrum duldist, að hann var að fara sneypu- för. Toynbee kveðst hafa þolað önn fyrir hann og eins fór rektor há- skólans, sem var brjóstgóður maður. í kurteisis skyni og virðingar bauð rektorinn Italanum að sýna honurn bókasafn háskólans og var Toynbee tekinn með í þá för. Gersemi bókasafnsins var biblía, prent- uð á 17. öld á máli þeirra rauðskinna, sem fyrrum byggðu þessi héruð. Rektor gat þess, að þetta eintak væri eitt af örfáum samskonar, sem til væru í heiminum. „Indíánarnir lesa þetta þá ekki nú á dögum?“, sagði ítalinn. Rektor: „Why, no, you see, the Indians are no longer there.“ Ítalinn spurði með sakleysissvip en stríðnisglampa í augunum: „Why, what happened to the Indians?“ Það kom fát á rektorinn, hann fór að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.