Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 57
„ÞAR LIGGUR VIÐ SÆMD ÞÍN“
47
Mér finnst stundum. að þjóðin okkar sé fátæk eins og stendur, ekki
að veraldlegum munum, en fátæk að því, sem Danir áttu, þegar þeim
reið mest á, fátæk að því, sem við höfum oft átt, þegar mikið lá við.
Manni verður stundum að spyrja: Af hverju eignumst við ekki nú þá
menn, sem séu jafnokar þeirra beztu, sem við áttum, þegar þörfin
var brýnust? Berum saman árin 1908 og 1948. Þrjátíu ár á milli, en
miklu meira millibil að öðru leyti. Við áttum þá t. d. skáld, sem höfðu
eitthvað að flytja þjóðinni og fólkið hlustaði á, sem eggjuðu lögeggj-
an og brýndu deigt járn svo að beit. Tökum t. d. Guðmund Guðmunds-
son, orð hans 1908, sem hefðu hitt ennþá betur í mark og verið enn
tímabærari 30 árum síðar:
Þar liggur við sæmd þín og líf þitt sem þjóð
að láta ekki fjötri á þig smeygja,
að hlaða ekki sjálf að þér hefndanna glóð,
að hafa þar griðland, sem vaggan þín stóð,
svo synirnir þurfi ekki að segja:
„Þið selduð oss óborna, allt ykkar blóð
kom yfir oss, dæmda að þegja.
Þið dóuð sem úrkynjuð, þróttvana þjóð
og — þið áttuð skilið að devja.