Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 58
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
Heinisfriðarhreyfingiii
Menn af öllum þjóðernum, kynþáttum, lífsskoðunum og trúarbrögð-
urn, lærðustu vísindamenn og alþýða, allir heiðvirðir og góðviljaðir
menn um víða veröld sameinast nú um einn málstað: Að vernda frið-
inn í heiminum, að hindra með samtökum, virkum aðgerðum og valdi
almenningsálitsins hina þriðju heimsstyrjöld sem drottnar auðmagnsins
hafa í undirbúningi; sameinast um að korna í veg fyrir að kjarnorku-
vopnum verði beitt til þess að tortíma íbúum friðsamra borga eða
jafnvel til að útrýma þjóðum.
Það heimsástand sem ríkir, kalda stríðið, skipting jarðarbúa í tvær
andstæðar fylkingar eftir því hvort þær lifa við kapítalisma eða sósíal-
isma, viðskiptaslit sem í hernaði milli hinna tveggja hagkerfa, hervæð-
ing af ofurkappi, framleiðsla sískæðari tortímingarvopna með hótun
um að beita þeim í nýrri styrjöld, vekur allt geig og ótta með þjóðun-
um, sér í lagi þeim sem bera enn sárin eftir síðustu heimsstyrjöld.
Hinir vitrustu menn og göfugustu hvarvetna í heimi beita sér fyrir
því að þessu ástandi linni. Þeim er Ijóst að kalda stríðið getur hvenær
sem er snúizt í heitt stríð, hryllilegt eyðingarbál. Þeir segja: það hlýtur
að vera til önnur leið, friðsamleg; þjóðir sósíalisma og þjóðir kapítal-
isma hljóta að geta fundið samkomulagsgrundvöll og verða að gera
það. Hinar Sameinuðu þjóðir verða að geta treyst hver annarri og unn-
ið saman í friði til heilla mannkyninu. Það hlýtur að vera og er til
önnur úrlausn en vegur brjálæðisins fyrir þjóðirnar að verja hugviti
og orku til að torthna hverjar öðrum.
Eftir því sem ógnanir styrjaldar, kjarnorkuvopna og nú síðast vetn-
issprengjunnar hafa orðið geigvænlegri hefur eflzt í hverju landi af'
öðru friðarbarátta sem breiðzt hefur um heiminn og orðið á sein-
ustu tveim árum að máttugri alþjóðahreyfingu sem nær til mikils hluta