Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Qupperneq 59
HEIMSFRIÐARHREYFINGIN
49
mannkynsins. Þessi friðarhreyfing hefur birzt í margs konar formi,
komið upp samtímis í ýmsum löndum, vakin af ólíkustu aðiljum, sam-
tökum verkalýðsins, klerka, vísindamanna, æskulýðsfélögum, listamönn-
um og ekki sízt kvennasamtökum heimsins. Allur þessi fjöldi félaga og
einstaklinga af ólíkum skoðunum, starfsgreinum og þjóðernum hefur
hver á sínum vettvangi borið fram samhljóða kröfu um bann við kjarn-
orkuvopnum og um hindrun nýrrar styrjaldar.
Eitt fyrsta sporið til alþjóðlegrar skipulagningar þessarar hreyfingar
var stigið með alþjóðaþingi menntamanna sem háð var í Breslau í
Póllandi í ágústmánuði 1948, þar sem saman komu margir hinna
heimsfrægustu vísindamanna, listamanna og rithöfunda, menn eins og
frönsku vísindahjónin Irena og Frédéric Joliot-Curie, Albert Einstein,
Ilja Ehrenburg, George Duhamel, Hewlett Johnson, Picasso, Poul
Robeson, Ludwig Renn, Jo Davidson, Graharn Greene og fjölmargir aðr-
ir. Að frumkvæði þessa friðarþings og Alþjóðabandalags lýðræðis-
sinnaðra kvenna sem telur áttatíu miljónir var síðan boðað til alþjóð-
legs friðarþings í París dagana 20.—25. apríl 1949. Þá var friðaraldan
í löndunum orðin svo öflug að þingið sátu fulltrúar fyrir 600 miljónir
manna. Þetta þing samþykkti ályktun (sem birt er hér á öðrum stað)
og kaus alþjóðlega fastanefnd til að skipuleggja baráttuna gegn stríði
og vinna að því að koma á varanlegum friði í heiminum. Alþjóðanefnd-
in er skipuð fremstu mönnum frá ýmsum þjóðum heims, fulltrúum
verklýðssambanda og alþjóðabandalags kvenna, heimskunnum vísinda-
mönnum, rithöfundum, skáldum, listamönnum, fulltrúum alþjóðasam-
bands æskulýðsins, guðfræðingum, stjórnmálamönnum og mennta-
mönnurn. I framkvæmdarnefndinni sem hefur aðsetur sitt í París eiga
þessir menn sæti: Forseti er Frédéric Joliot-Curie; varaforseti frú
Eugénie Cotton, formaður Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna;
franska skáldið Louis Aragon; Gabriel d’Arbousier, aðalritari Lýðræð-
issambands Afríku; eðlisfræðiprófessorinn enski J. D. Bernal; Guy de
Bayson, forseti Alþjóðasambands lýðræðissinnaðrar æsku; Lazaro
Cardenas, fyrrv. lýðveldisforseti Mexíkó; Alexander Fadejev, formaður
rithöfundafélags Sovétríkjanna; Kuo Mo-jo, kínverskur prófessor;
Pietro Nenni, fyrrv. ráðherra og formaður þingflokks ítalska Sósíal-
istaflokksins; John Rogge, málaflutningsmaður, áður aðstoðarmaður
hins opinbera ákæranda í Bandaríkjunum; Louis Saillant, aðalritari
Tímarít Máls og menningar, 1.—2. h. 1950 4