Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Qupperneq 60
50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Alþjóðasambands verklýðsfélaga. Franski rithöfundurinn Jean Laffitte
var kosinn aðalritari framkvæmdanefndarinnar.
Heimsfriðarhreyfingin sem á þessu Parísarþingi (en það var reyndar
háð samtímis í Prag fyrir því að ýmsum fulltrúum. m. a. frá Kína, var
synjað um vegabréf til Frakklands) hlaut fast alþjóðlegt skipulags-
form hefur síðan eflzt og vaxið með miklum hraða. í kjölfar Parísar-
þingsins voru friðarþing háð í hverju landi af öðru, á einu ári í 28
löndum( þar á meðal Indlandi, Póllandi, Frakklandi, Argentínu, Rú-
meníu, Hollandi, Kóreu). I marz 1949 var boðað til fjölmenns friðar-
þings menntamanna og vísindamanna í New York, þar sem meðal að-
alræðumanna voru Harlow Shapley, hinn frægi stjörnufræðingur og
prófessor í Harvard, A. W. Moulton, biskup í Utah-fylki, og John
Rogge. Lýðveldissamband Sovétríkjanna hélt friðarþing í ágúst 1949
með yfir þúsund fulltrúum frá öllum þjóðum innan ráðstjórnarsam-
bandsins, ásamt gesturn friðarhreyfingarinnar úr 14 löndum. Skoraði
þingið á allar þjóðir að styðja af mætti heimsfriðarhreyfinguna og
lýsti brennandi áhuga á verndun heimsfriðarins.
Á ráðstefnu heimsfriðarnefndarinnar í Rómaborg í októberlok 1949
voru samþykktar starfsreglur og friðartillögur er gerðar voru sem ein-
faldastar svo að allir verjendur friðarins gætu sameinazt um þær. Voru
þær aðallega í tveimur liðum, krafa um bann við kjarnorkuvopnum og
lækkuð útgjöld til hervæðingar. Alþjóðanefndir skipaðar heimsfræg-
um mönnum voru sendar samtímis til ýmissa ríkja til að flytja þessar
tillögur fyrir þj óðþing þeirra en fengu misjafnar viðtökur. Fyrstu frið-
arnefndirnar voru sendar til Belgíu, Italíu, Hollands, Frakklands,
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Joliot-Curie, forseti heimsfriðar-
nefndarinnar, segir svo frá: „Á Italíu, Frakklandi og í Ráðstjórnar-
ríkjunum gátu sendinefndirnar komið algerlega fram erindi sínu. Á
ítalíu og í Sovétríkjunum var tekið á móti fulltrúum vorum sem sendi-
herrurn friðarins. í Belgíu veittu forsetar þingsins sendinefndinni ekki
móttöku, en tóku þó að sér að leggja tillögur hennar fyrir þingdeild-
irnar. Á Hollandi bar dómsmálaráðherrann fyrir sig skuldbindingar
atlantshafssanmingsins og vísaði sendinefndinni harðlega á bug.
Sendinefnd vor hefur ekki fengið leyfi til að heimsækja Bandaríkin
og ríkisstjórnin í Washington birti langa skýrslu til að reyna að rétt-
læta þessa ákvörðun (6. marz 1950).“ Þessar tillögur hafa engu síður