Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 61
HEIMSFRIÐARHREYFINGIN
51
haft geysileg áhrif og vakið fögnuð meðal almennings um heim allan
er fylgzt hefur vel með undirtektum þeim sem þær hafa hlotið hjá
hverri ríkisstjórn.
Þriðja ráðstefna heimsfriðarnefndarinnar háð í Stokkhólmi dagana
15.—19. marz s.l. er þegar orðin sögulega fræg vegna þeirrar áskor-
unar sem þar var samþykkt einróma og verið er nú að safna að undir-
skriftum tugmiljóna manna um öll lönd. Joliot-Curie setti ráðstefnuna
með ræðu, Marika Stiernstedt, sænska skáldkonan, var kjörin forseti
hennar, en aðalritari heimsfriðarnefndarinnar, Jean Laffitte, flutti
skýrslu framkvæmdarstjórnar. Glæsilegt er að sjá eftir ræðum þeirra
hvernig heimsfriðarhreyfingin hefur breiðzt út og eflzt á einu ári.
Þegar Parísarþingið var háð í apríl 1949 stóðu að henni 600 miljónir
manna, en í marzmánuði í ár náði heimsfriðarhreyfingin til 1000 mil-
jóna, þ. e. eins miljarðs manna, eða um það bil helmings alls mann-
kynsins. Stórviðburðir í heiminum höfðumjög fleytt henni fram, sigur
alþýðunnar í Kína, stofnun Austurþýzka lýðveldisins og fregnin um
að Bandaríkin réðu ekki lengur ein yfir leyndarmáli kjarnorkunnar.
Fulltrúar þessarar mestu fjöldahreyfingar sem nokkru sinni hefur orð-
ið til í heiminum, menn af ólíkustu skoðunum, þjóðernum, starfsgrein-
um og lærdómi lögðu á ráðstefnunni sameiginlega áherzlu á nauðsyn
þess að almenningur landanna, friðarverjendur allir, snerust til sam-
stilltrar djarfrar sóknar gegn þeim kaupmönnum dauðans sem ógna
með kjarnorkuvopnum og nýrri heimsstyrjöld. Hver af öðrum sýndu
fulltrúarnir fram á með dæmum og tölum af hvílíku hamslausu ofur-
kappi styrjöldin er undirbúin, hve hervæðingin, einkum í Bandaríkj-
unum, er ægileg orðin og stríðshættan því ógnandi. Jafnframt neituðu
þeir að styrjöld væri óhjákvæmileg og brennimerktu þá kenningu sem
einn áróðursþáttinn í undirbúningi stríðsins, hvöttu menn til að af-
hjúpa hana og lögðu áherzlu á að það sé á valdi almennings í heim-
inum að koma í veg fyrir styrjöld. Það ber að gera heyrum kunnugt,
sögðu þeir, að stríðið sé hægt að hindra og verði að hindra það. Þeir
lýstu yfir fullvissu sinni urn að þjóðir sósíalismans og þjóðir kapítal-
ismans gætu haft með sér friðsamlegt samstarf og allur þorri heims-
búa óskaði einskis frekar. Hlutverk heimsfriðarráðstefnunnar væri að
sameina óskir og afl þessa miljónafjölda af öllum þjóðernum, stéttum
og starfsgreinum, einbeita friðarvilja mannkynsins að einni samstilltri