Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 62
52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
markvissri athöfn til sóknar á hendur þeim tiltölulega fámenna hópi
sem ógnar meS helsprengjum og múgmoröum og neyða þá til að láta
af stríðsáformum sínum. Tákn þessa sameinaöa sóknarvilja hins frið-
sama mannkyns, allra verjenda og forvígismanna friðarins, er ávarp
það sem samþykkt var einróma í Stokkhólmi af fulltrúum frá 72 þjóð-
um og þannig hljóðar:
Vér heimtum skilyrðislaust bann við kjarnorkuvopnum, vopnum
til að skelfa og myrða með friðsaman almúga.
Vér heimtum að komið sé á ströngu alþjóðlegu eftirliti til trygg-
ingar því að þessu banni verði framfylgt.
Vér lítum svo á að hver sú ríkisstjórn, sem fyrst beitir kjarn-
orkuvopnum gegn hvaða þjóð sem er, fremji hrot gegn mann-
kyninu og geri sig seka um stríðsglæpi.
Vér heitum á alla góðviljaða menn hvarvetna um heim að undir-
rita þetta ávarp.
Þessi ályktun var borin frarn af Joliot-Curie í nafni framkvæmdar-
stjórnarinnar og studd af öllurn er til máls tóku á ráðstefnunni, m. a.
sagði Pietro Nenni: „Vér tökum undir þá tillögu Joliot-Curie að heims-
friðarráðstefnan lýsi seka unr stríðsglæp þá ríkisstjórn sem hleypir
fyrst af stað kjarnorkustyrjöld. Friðarbarátta vor kemst með þessu á
nýtt stig, af stigi orðs og áróðurs yfir á stig athafnar, að berjast í verki
gegn vígbúnaðarkappinu.“ „Sá tími er runninn upp að samvinna allra
heiðarlegra karla og kvenna til varnar friðnum er raunverulega fær um
að tryggja hann. Hörð refsing gegn stríðsæsingamönnum getur orðið
svar fólksins við tilraunum þeirra til að hrinda af stað nýrri styrjöld.
Og það er rétt fyrir stríðsæsingamennina að hafa það í huga,“ sagði
rússneski rithöfundurinn Alexander Fadejev. „Vér biðjum ekki stríðs-
æsingamennina um frið, heldur krefjumst vér hans. Vér munum neyða
þá til að hætta við samsæri sitt um nýtt hernaðaræfintýri,“ sagði full-
trúi hins nýja Kína, rithöfundurinn Emi-Siao. Brot úr ræðum nokk-
urra annarra eru tekin upp hér á eftir.
Með Stokkhóhnssamþykktinni er stigiö nýtt spor í baráttunni fyrir
friðnum og ætlunin að fá friðarverjendur um heim allan til að styðja