Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 63
HEIMSFRIÐARHREYFINGIN
53
ávarpið og fylgja því eftir með undirskrift sinni. Fyrstir rituðu undir
það allir fulltrúarnir á ráðstefnunni. hinn sundurleiti hópur heims-
frægra áhrifamanna sem þar var samankominn. Þær undirtektir sem
ávarpið hefur þegar fengið sýna að það er í samræmi við óskir og kröf-
ur allra þjóða. Síðan á Stokkhólmsráðstefnunni 19. marz hafa undir-
ritað það tugmiljónir manna í ýmsum löndum, þar á meðal þúsundir
nafnkunnra manna úr öllum starfsgreinum, t. d. fjöldi kjarnorkuvís-
indamanna í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Einn í þeim
fjölmenna hópi er eðlisfræðingurinn Philip Morrison, prófessor við
Cornell-háskóla í New York. Hann segir: „Þó að ég sé einn af þeim
sem með eigin hendi hef unnið að framleiðslu fyrstu kjarnorkusprengj-
unnar, hef ég aldrei gefið upp þá von að þjóðir heimsins myndu banna
þetta vopn.“ Thomas Mann, hinn frægi þýzki nóvelsverðlaunahöfund-
ur, sem dvalizt hefur í Bandaríkjunum síðan í stríðsbyrjun, segir í við-
tali við ritstjóra franska ritsins Partisans de la Paix: „Kjarnorku-
sprengjan er augljóslega þung ógnun gegn mannkyninu. Vísindamenn-
irnir sem fundið hafa upp sprengjuna eru mjög kvíðafullir og hafa
slæma samvizku, ef hún verður notuð til að leiða ógnir yfir þjóðirnar.
I Ameríku sjálfri spvrna þeir ákaft á móti notkun hennar og reyna að
fá hana bannaða. Þeir segja það og þeir skrifa það. Einstein er mjög
kviðafullur. Ég hef undirritað Stokkhólmsávarpið, því að ég þrái
hvern verknað sem stefnir að því að vernda friðinn.“
Undirskriftasöfnunin undir Stokkhólmssamþykktina er máttugasta
átak sem þjóðir heimsins gera sameiginlega til þess ekki aðeins að
kunngera friðarvilja sinn, heldur krefjast þess, hver einstaklingur með
undirskrift sinni, að kjarnorkuvopn séu bönnuð og hver ríkisstjórn
sem fyrst vogi sér að beita þeim kölluð til ábyrgðar og sektar. Stokk-
hólmsáskorunin, studd af tugmiljónum heimsbúa, er stríðsæsinga-
mönnum alvarleg viðvörun. Hún er vald sem þeir óttast og geta orðið
að hlýðnast. Þetta sameinaða átak gefur um leið mannkyninu styrk til
að trúa á sjálft sig og gera sér ljóst að það er á valdi og ábyrgð þess
sjálfs að koma í veg fyrir styrjaldir.
Heimsfriðarhreyfingin er sannarlega mál sem varðar Islendinga.
Engin þjóð á eins líf sitt undir því að friður haldist. Hverjum sem
hugsar má vera ljóst að í kjarnorkustyrjöld eiga íslendingar tilveru