Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 64
54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sína í hættu. íslenzk stjórnarvöld og alþingi hafa þó ekki skirrzt við
að bjóða slíkri hættu heim, heldur fjötrað ísland aftan í stríðsvagn
auðvaldsins. Tamt er að vitna til smæðar þjóðarinnar og varnarleysis.
Smæð og varnarleysi voru færð sem rök fyrir því að leigja herstöð og
ganga í hernaðarbandalag. Okkur átti aS vera borgið með risanum í
vestri. Hefur sú orðið reyndin, eða mun svo verða framvegis? Höfum
við stækkað á því að ganga auðvaldi Ameríku á hönd og sitja á þing-
um með þeim sem leggja áætlanir að nýrri styrjöld? Höfum við orðið
ríkari? Höfum við tryggt með því líf Islendinga? Eg spyr: er nokkur
sá íslendingur svo einfaldur að hann trúi enn slíku?
Sannleikurinn er að við stöndum einangraðri en nokkru sinni og
höfum aldrei eins átt lífiS í hættu og nú. DoSi og andleysi hefur lagzt
yfir þjóðina. Engin alþjóðleg lífshræring berst hingað, varla blað né
bók.' Menntamenn Islands eru hættir að kveða hugsjónum hljóðs,
skáld flest horfin guðmóði, alþýðu haldið í ótta og blindni og því eitri
sáð inn í vitund þjóðarinnar að ekkert sé fram undan nema fátækt og
þrengingar. ViS höfum hvorki orðið sterkir né miklir af þeirri stefnu
sem ísland hefur fylgt síðustu árin.
Þó gafst okkur sannarlega annar kostur eftir lýðveldisstofnunina.
Oftar en einu sinni hafa að undanförnu borizt upp í hendur tækifæri
til að gera nafn íslands stórt og að friðartákni í heiminum, verða
öðrum þjóðum hjálp og fordæmi og ávinna okkur virðingu þeirra og
ást og forða jafnframt lífi þjóðarinnar úr hættu. ViS gátum neitað um
herstöðvar, neitað hernaðarþátttöku, sagt: Island er þjóð friðarins.
Ef við hefðum gert slíkt, stæði þjóð vor í öðrum sporum nú. Þá gætum
við borið höfuðið hærra í dag. En blindur kaupsýsluandi varð hugsjón-
inni sterkari. Þess vegna troðum við helveg nú.
Er ekki mál til komiS fyrir íslendinga aS endurskoða afstöðu sína,
fyrir þjóðina að hugleiða hvar hún er stödd og hvar stjórnarvöld
hennar hafa skipað henni sess? FólksfæS Islands skiptir ekki máli. ViS
erum stór þjóð eða smá, miklir eða litlir eftir því hvar viS stöndum
í fylkingu og hverjar hugsjónir við eigum. Við gerðum ekki bandalag
við amerísku þjóðina, né brezkan almenning, heldur hugsjónasnautt
dauðvona auðvald sem sér ekki annað fram undan en helsprengjur og
styrjöld. Þess vegna höfurn við ekki stækkað, heldur minnkað. Þess