Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 65
HEIMSFRIÐARHREYFINGIN
55
vegna berum við ekki stoltarsvip, heldur sektar. Þess vegna er niður-
lægingin hlutskipti íslands í dag.
Er ekki mál til komið að við endurskoðum afstöðu okkar? Því ekki
að viðurkenna sannleikann fyrir sjálfum sér: sú braut sem íslendingar
nú troða er helvegur, vegur styrjaldar og ofbeldis sem liggur dýpra og
dýpra til ófarnaðar. Hér er ekki um að kenna smæð né fátækt, heldur
stjórnarstefnu sem er fávísleg og glapráð. Ég spyr: vogar íslenzka
þjóðin sér að ganga þennan veg lengur?
Rödd Islands heyrist nú aðeins á stríðssamkundum. Finnst ykkur
hún hljóma þar vel? Finnst ykkur hún góð varnartrygging?
Einu sinni áttu íslendingar annan metnað: Þeir vildu vera þjóð
friðarins. Enn gefst þeim kostur á að sanna það fyrir heiminum. Þeim
gefst það með því að skipa sér í hina voldugu friðarfylkingu þjóðanna,
með því að rita nöfn sín í þúsunda tali undir ávarpið frá Stokkhólmi.
Sú hreyfing ber í sér líf framtíðarinnar. Þar og hvergi annars staðar
hljómar rödd Islands skær og eðlileg. í fylgd með friðarhreyfingu
heimsins liggur nú eini vegur íslendinga til lífsins.
Fyrir því heiti ég á þjóðina, alla alþýðu þessa lands, menntamenn,
háskólaborgara, listamenn, hvern hugsandi íslending að vakna og taka
undir friðarákall þjóðanna, hefja af hugrekki og einurð baráttu fyrir
því að afplána sekt íslands, bjarga heiðri og lífi, og fá enn letrað á
skjöld þess nafn friðarins.