Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 67
VORN FRIÐARINS ER HLUTVERK ALLS MANNKYNS
57
Vér myndum alheimslega fylkingu til verndar sannleika og heilbrigðu viti til
þess að gera að engu þann áróður sem eitrar skoðanir almennings. Vér fordæm-
um stríðsæsingar og boðun kynþáttahaturs og óvináttu meðal þjóða. Vér heimtum
fordæmingu á dagblöðum, bókum, tímaritum, kvikmyndum, persónum og stofnun-
um sem útbreiða áróður fyrir nýrri styrjöld.
Vér viljum náið samstarf milli þjóða heimsins og í sams konar einingarhug
helgum vér krafta vora vörn friðarins. Með þeim fasta ásetningi að vera árvökul
setjum vér upp nefnd heimsfriðarþingsins. Vér vitum með vissu að allir sem
reyna að koma á nýrri styrjöld munu á hverju stigi samsæristilrauna sinna reka
sig á voldugt almenningsafl sem fært er um að varðveita friðinn. Látum konumar,
látum mæðumar sem bera uppi von heimsins vita að vér teljum það heilaga
skyldu að vernda líf bama þeirra og öryggi heimila þeirra. Kveðjum oss hljóðs
meðal æskunnar og fáum Iiana hvað sem líður ágreiningi um stjórnmál eða trúar-
skoðanir til að sameinast um að sópa burtu múgmorðingjum öllum af hinni geisl-
andi braut framtíðarinnar.
Heimsfriðarþingið lýsir yfir því að vörn friðarins er hlutverk alls mannkyns. I
nafni 600 miljóna kvenna og karla sendir heimsfriðarþingið boðskap til allra
þjóða heims — og segir við þær:
„Hugrekki og sigurtrú í baráttunni fyrir friðnum11. Vér vitum hvemig má sam-
einast. Vér vitum hvernig vinna ber saman. Vér erum undir það búin og höfum
ásett oss að vinna orustuna fyrir friðnum, orustuna fyrir lífinu.
Með friði gegn stríði
Brot úr rœðum nokkurra julltrúa á jriðarráðstefnunni í Stokkhólmi
FRÉDÉRIC JOLIOT-CURIE:
Óneitanlega hefur friðarfylkingin styrkzt mjög, en imperíalistarnir sem vilja
kveikja ófriðarbálið hafa líka hert átök sín. Hið svonefnda kalda stríð sem hófst
þegar í lok heimsstyrjaldarinnar eykst stöðugt.
Háum upphæðum á fjárlögum imperíalistisku ríkjanna er varið ýmist til vopna-
framleiðslu eða í mútur handa ríkisstjórnum sem eru til kaups. Gerðir liafa verið
samningar sem undiroka þjóðirnar og eyðileggja fjárhag þeirra, hernaðarsáttmál-
ar sem skerða eða afnema þjóðarsjálfstæði, og gera má ráð fyrir að stríðsæsinga-
mennirnir geti ekki haldið áfram lengi enn að auka erfiði sitt án þess að lenda
í hættu í innanlandsmálum. Það eru þegar komin í Ijós merki þreytu og ókyrrðar
hjá tryggustu þjónum þeirra. En hitt er engu siður staðreynd að einmitt í svona
aðstöðu er stríðshœttan tnest.
Hver getur þá verið hugsun þeirra sem í hagsmunaskyni eða af fáfræði láta
sogast inn í hringiðu hinna brjáluðu manna sem óðfúsir eru af sérréttindaástæð-
ttm að hleypa mannkyninu út í styrjöld?