Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 69
MEÐ FRIÐI GEGN STRÍÐI
59
Sú sannfæring að friðsamleg sambúð sé möguleg og æskileg hefur þegar marg-
sinnis verið látin í ljós opinberlega af fonstumönnum sósíalistisku landanna, og
vér getum staðfest að sömu sannfæringar eru í auðvaldsríkjunum tugir og aftur
tugir miljóna karla og kvenna af ólíkum stjórnmálaskoðunum.
Þegar stjórnarstefnan er eins og í Ráðstjómarríkjunum reist á þessu gmnd-
vallaratriði kemur auðvitað engin árásarstefna til greina.
Hefur ekki einmitt þetta að engin árás sé hugsanleg af hálfu Sovétríkjanna verið
opinberlega viðurkennt af mörgum stjórnmálaforingjum í Bandaríkjunum, þar á
meðal alveg nvlega af Foster Dulles og Kennan?
Það er sannfæring vor að meginþorri alls fólks í Bandaríkjunum vilji ekki
stríð, en iáti leiða sig inn á braut styrjaldar. Hinir raunverulegu stjómendur
Bandaríkjanna, kaupsýslumennirnir og bankaeigendumir, hrópa upp um nauðsyn
á vörn gegn árásarhættu til að breiða yfir tilraunir sínar til að drottna yfir heim-
inum og til að vernda sérréttindi sín og vilja jafnvel heldur stofna til styrjaldar
en leyfa frjálsa samkeppni milli hinna tveggja heimskerfa.
Allra fyrsta skylda vor er því ef til vill að sannfæra almenning í Bandaríkjun-
um og öðrum löndum, sem er andvígur þessari hugmynd, um að friðsamleg sam-
búð sé möguleg og að hún sé æskileg, því að árangurinn mundi þegar í stað
vera stórkostlegur efnahagságóði fyrir alla eins og heimsþróuninni er nú háttað.
Og við verðum einnig að sannfæra fólkið í þeim löndum sem Bandaríkin nota til
raunverulegra árásarfyrirætlana um þessa staðreynd með því að upplýsa það um
hinar sönnu ástæður til taugastríðsins sem nú er háð.
Vér verðum að hugsa um hvaða aðferðir er hægt að finna til að koma aftur
á gagnkvæmu trausti. Tillögur um beinar viðræður milli stórveldanna, samningur
um verndun friðarins o. s. frv.
Ef trúnaður kæmist aftur á mundi hann fela í sér í fyrsta lagi að kalda stríð-
inu yrði hætt og friðarsamningunum lokið og þá mundu Sameinuðu þjóðimar
geta til fulls framkvæmt hlutverk sitt sem er að vernda friðinn.
Hugsið yður hvílíkur stórfenglegur hagsmunaávinningur mundi vera í því fólg-
inn fyrir allar þjóðir, að vígbúnaðarkapphlaupið hætti og afvopnun færi fram,
að viðskiptasambönd yrðu hraðfara tekin upp á breiðum grundvelli og hagnýttir
yrðu allir þeir óþrjótandi möguleikar sem felast í vísindum og tækni þegar þau
eru tekin eingöngu í þjónustu mannkynsins.
BOULIER ÁBÓTI, jyrrv. prójessor í alþjóðarétti í kaþólsku stofnuninni í París:
Þegar hafnarverkamenn neita að skipa út vopnum sem fara eiga til Viet Nam,
er það þeim samvizkumál. Neiti verkamenn að vinna að því starfi er það athöfn-
án ofbeldis. Þeir eru að neyta réttar síns sem frjálsir verkamenn að vinna einungis
þau verk er þeir telja heiðarleg og réttlát, og neita að leggja fram vinnu sína tit
starfs sem þeir telja ósæmilegt.