Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 79
OPIÐ BRÉF TIL RITIIÖFUNDA
69
Ég hef ekki nefnt nema fáa menn, en ég sný mér til mikils fjölda þeirra, ég
sný mér til yfíar allra, frægu rithöfundar á Vesturlöndum, hverjar sem eru skoð-
anir yðar. A þeirri stundu þegar hryllilegur háski ógnar öllu mannkvni, öllum
þjóðum, menningunni í heild sinni, getið þér ekki haldið áfram að vera þögulir.
Ávarp vort fær undirskriftir múrara og málmsteypumanna, vefara og vínyrkju-
manna, bænda og kennara, verkfræðinga og búfræðinga. Látið ekki stund yðar
ganga yður úr greipum: rithöfundar eiga að ganga í fylkingarhroddi hinna. Rödd
þeirra sem nefndir eru „samvizka mannkynsins“ á að hljóma mjög hátt og alveg
sérstaklega skýrt. Margt er það sem mér getur ekki geðjazt að í því sem þér
skrifið. Þér getið gagnrýnt og fordæmt bækur eftir sovétrithöfunda. En friðurinn
er oss nauðsynlegur, engu síður yður en oss: hann er nauðsynlegur öllum þjóðum,
hann er nauðsynlegur listinni. Ég vil halda áfram að trúa á húmanisma beztu rit-
höfunda Vesturlanda. Það traust mitt er líka traust f jölda lesenda og þér megið
ekki bregðast því. Þér eigið að rísa upp og mæla þessi einföldu, rólegu og alvar-
legu orð: bann við kjamorkuvopninu, viðvörun til þeirra sem hafa í liuga morð
á milljónum manna, friður yfir öllum mæðrum, öllum borgum og öllum bömum!
/. B. þyddi.