Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 81
BRUNI
71
sökkti þeim í vatnsglas á náttborðinu. En einhverjir verða að hafa
ábyrgðartilfinningu góða mín.
Æ þessi eilífa ábyrgðartilfinning! sagði konan og bylti sér á hina
hliðina. Við skulurn fara að sofa!
Já góða mín, það er víst mál til komið, sagði Pétur Pálmason og
slökkti ljósið, hagræddi koddanum undir höfði sér, dró sængina upp
að höku og geispaði. Að nokkrum mínútum liðnum voru þau bæði
sofnuð, þrátt fyrir slæmt ástand og ískyggilegar horfur á öllum
sviðum.
Hann vaknaði aftur eftir röska klukkustund og horfði undrandi
kringum sig. Konan púaði við hlið honum, en öðruhverju flökti gult
og annarlegt skin um herbergið, svo að hann spratt þegar fram úr'
rúminu og leit út um gluggann. Honum hnykkti við. Það var kviknað
í húsi Nikulásar Nikuláss útgerðarmanns hinumegin við götuna, þessu
nýja fallega húsi, þakhæðin brann.
Pétur Pálmason stakk upp í sig tönnunum og snaraðist í buxur og
skó, en gaf sér ekki tóm til að vekja konu sína og segja henni tíðindin,
heldur þaut snöggklæddur og hattlaus ofan stigann, reif upp hurðina,
hljóp í loftköstum yfir þvert strætið og hringdi dyrabjöllunni á húsi
Nikulásar Nikuláss útgerðarmanns. Enginn gegndi honum. Húsið var
læst og hvergi sást ljós í glugga. Hann hringdi aftur og barði síðan á
hurðina með báðum hnefum. Það er kviknað í! hrópaði hann í sí-
fellu. Það er kviknað í!
Hver er þar? var spurt fyrir innan.
Pétur Pálmason! hrópaði hann. Það er kviknað í húsinu!
Ha? Sagðirðu Pálmi Pétursson?
Nei Pétur Pálmason kaupmaður og nágranni ykkar! hrópaði hann.
Það er kviknað í þakhæðinni!
Smákaupmaður, var sagt fyrir innan. Allir nælonsokkar búnir.
Hvaða sokkar?
Hann er ekki heima, sagði röddin. Hann er farinn.
Skilurðu ekki mælt mál! öskraði Pétur Pálmason. Húsið brennur!
Ég er búinn að segja þér Pálmi minn, að hann Nikulás er ekki
heima, var sagt fyrir innan. Hann er farinn.
Ha? Hvert fór hann? spurði Pétur Pálmason og var svo miður sín
að hann hélt áfram að berja á læstar dyrnar.