Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 83
BRUNI
73
Hvað er um að vera? spurði rám og syfjuleg rödd fyrir innan.
Það er kviknað í húsinu hans Nikulásar Nikuláss útgerðarmanns!
hrópaði Pétur Pálmason og titraði allur af geðshræringu.
Æ hver skrambinn! sagði röddin.
Húsið hans Jónatans Asgeirssonar bankastjóra er í hættu!
Hvert í hoppandi! sagði röddin.
Og húsið hans Magnúsar heildsala!
Nú þykir mér týra! sagði röddin. Hvað heitirðu?
Hann æpti nafn sitt gegnurn skráargatið og endurtók hásum rómi:
Það brennur! Húsið hans Nikulásar brennur!
Þú ætlar að æra mig! sagði röddin. Ertu prestur?
Nei, ég er kaupmaður. Slökkviliðið, í guðanna bænum, slökkviliðið!
Þakhæðin er alelda!
Smákaupmaður, leiðrétti röddin. Slökkviliðið er ekki heima Pálmi
minn. Þú verður að sækja það sjálfur.
Hvert fór það? spurði Pétur Pálmason og veitti því enga athygli að
hann var enn rangnefndur. Eldurinn læsist um allt, ef hann verður
ekki slökktur undir eins! Það kviknar í mínu húsi líka!
Get ég gert að því? sagði röddin. SlökkviliSiS er ekki heima. ÞaS
fór til Síam-Díam.
Guð minn góður! stundi Pétur Pálmason og mátti varla mæla.
Hvar er þettá andskotans Síam-Díam?
Spurðu karlinn í tunglinu, svaraði röddin. GóSa nótt.
Pétur Pálmason hætti að lemja dyrnar og stóð andartak gersamlega
ráðþrota á þrepum slökkvistöðvarinnar, snöggklæddur og sveittur í
kaldri næturgjólunni. Ósjálfrátt varð honum litið upp fyrir sig — og
viti menn: það var farið að rjúka úr upsinni yfir höfði honum, kvikn-
að í sjálfri slökkvistöðinni, en handan við reykháfinn sló á loft gul-
rauðum bjarma af eldslogunum í húsi Nikulásar Nikuláss útgerðar-
manns. Ef til vill væru híbýli Jónatans Asgeirssonar bankastjóra og
Magnúsar H. J. Arnasonar heildsala þegar tekin að brenna. Banka-
stjórinn hafði sagt við hann fyrir tveimur dögum: Þér eruð einn af
þeim fáu mönnum sem hafa ábyrgðartilfinningu. ÞaS voru hans
óbreytt orð.
GuS almáttugur hjálpi okkur öllum, hvíslaði Pétur Pálmason og
nötraði og skalf frá hvirfli til ilja, en járnbúturinn féll úr greip honum