Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 92
ÓSKAR B. BJARNASON:
Líffræðikenniiigar í Ráðstjórnarríkjunum
i
Eins og ýmsum er kunnugt hafa verið uppi í Ráðstjórnarríkjunum
Ráværar deilur meðal vísindamanna í líffræði, einkum varðandi erfða-
fræðikenningar og framkvæmd þeirra, og hefur því einnig verið deilt
um aðferðir við jarðyrkju, jurtakynbætur og húsdýrarækt.
Deilur þessar hafa staðið yfir í meira en tuttugu ár, en verulega áber-
andi urðu þær þó ekki fyrr en 1935 og árin þar á eftir, þegar Lýsenkó
og samherjar hans koma opinberlega fram með harðar ádeilur og
gagnrýni á klassísku erfðafræðina eins og hún var stunduð í Ráð-
stjórnarríkjunum og annars staðar.
A erfðafræðingamóti sem haldið var í Ráðstjórnarríkjunum árið
1939 urðu deilur mjög heitar milli Lýsenkós og N. I. Vavilofs og hans
fylgismanna, en Vavilof var þekktastur maður í erfðafræðivísindum
Rússa fyrir stríðið.
Mitsjúrín, Lýsenkó og aðrir forvígismenn hinnar nýju stefnu í líf-
fræðivísindunum þóttu hafa sýnt betri hagnýtan árangur en klassísku
erfðafræðingarnir undir forustu Vavilofs.
Stefna Lýsenkós fékk þá þegar mjög aukinn fjárhagslegan stuðning
hins opinbera.
Síðasti þáttur þessara átaka fór svo fram á móti Lenínakademíunnar
fyrir landbúnaðarvísindi sem haldið var í Moskvu 31. júlí til 7. ágúst
1948. Viðfangsefni mótsins var staða líffræðivísindanna í dag, einkum
kenningar í erfðafræði, og flutti T. D. Lýsenkó forseti akademíunnar
framsöguræðuna. í umræðunum tóku þátt 57 vísindamenn úr ýmsum
greinum landbúnaðar, jarðvegsfræði og líffræði. Þarna voru saman
komnir allir helztu andstæðingar Lýsenkós frá þinginu 1939, nema
Vavilof, sem andaðist árið 1943. Mótinu lauk með algerum sigri
Lýsenkós og annarra fylgjenda hinnar nýju stefnu í líffræðivísindum.