Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 95
LÍFFRÆÐIKENNINGAR í RÁÐSTJ ÓRNARR ÍKJUNUM 85 yrða eða þroskaskilyrða og að svara breytilegum skiiyrðum á ákveð- inn hátt.“ Samkvæmt þessu er merkingin í orðunum „eðli lifandi veru“ og „arfgengir eiginleikar lifandi veru“ því nær hin sama. Sérhver lifandi vera velur úr skilyrðum umhverfisins þannig að þróun verður með mismunandi sniði eftir því hverjir erfðaeiginleik- arnir eru. Þess vegna er það að ólíkar lífverur lifa og þróast í sarna umhverfi. Af þessu leiðir að rannsóknaraðferðir Lýsenkós eru nokkuð aðrar en aðferðir klassísku erfðafræðinnar. Hann segir: „Að rann- saka arfgenga eiginleika einhverrar lífveru þýðir að rannsaka eðli hennar. Takmarkið með því að rannsaka arfgengið er að ákveða af- stöðu lífveru af ákveðinni tegund til skilyrða hins ytra umhverfis.“ Það er því ekki út af fyrir sig nauðsynlegt til þess að rannsaka arfgengið að kynblanda jurtir eða dýr sem hafa misjafna erfðaeigin- leika og athuga skiptingu vissra eiginleika, svo sem lit eða lögun blaða, í marga ættliði. Rannsókn á arfgenginu fer fram með því að rannsaka lífveruna sjálfa í hlutfalli við umhverfi sitt. Lýsenkó segir ennfremur: „Lífverurnar, og það sem vér köllum eðli þeirra eða arfgengi, skapast aðeins við það að þróun fer fram. Þegar lífvera finnur í umhverfi sínu skilyrði sem hæfa arfgengi hennar verð- ur þróun hennar svipuð og hún varð í næstu ættliðum á undan. Finni lífverurnar aftur á móti ekki þau skilyrði, sem þær þurfa, eru þær þvingaðar til að aðlagast ytri skilyrðum, sem eru að einhverju leyti í ósamræmi við eðli þeirra. Lífveran eða hluti líkama hennar verður þá að meira eða minna leyti ólík næstu kynslóð á undan. Ef hinn breytti hluti líkamans er upphafsstaður nýs ættliðs verður afkvæmið að ein- hverju leyti frábrugðið foreldrunum í þörfum sínum og eðli. Auðvit- að getur einnig átt sér stað, að lífveran geti ekki aðlagazt hinum breyttu skilyrðum og deyi.“ Orsök að eðlisbreytingu lifandi vera er einkum breyting á því hvern- ig efnaskiptin fara fram, þ. e. breyting á assimileringu næringarinnar. Hér þarf að taka fram að hjá Lýsenkó þýðir næring sama og umhverfið og lífsskilyrðin í heild, og að assimilera á því við meira en fæðuna. Breytingar á lífsskilyrðum valda því að sjálf eðliseinkennin í þróun lífverunnar breytast. Breyting á eðli þróunar einstaklinganna er þann- ig frumorsök breytts arfgengis. Af þessu leiðir að mögulegt er að hafa stjórn á þróun lífveranna og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.