Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 95
LÍFFRÆÐIKENNINGAR í RÁÐSTJ ÓRNARR ÍKJUNUM
85
yrða eða þroskaskilyrða og að svara breytilegum skiiyrðum á ákveð-
inn hátt.“ Samkvæmt þessu er merkingin í orðunum „eðli lifandi veru“
og „arfgengir eiginleikar lifandi veru“ því nær hin sama.
Sérhver lifandi vera velur úr skilyrðum umhverfisins þannig að
þróun verður með mismunandi sniði eftir því hverjir erfðaeiginleik-
arnir eru. Þess vegna er það að ólíkar lífverur lifa og þróast í sarna
umhverfi. Af þessu leiðir að rannsóknaraðferðir Lýsenkós eru nokkuð
aðrar en aðferðir klassísku erfðafræðinnar. Hann segir: „Að rann-
saka arfgenga eiginleika einhverrar lífveru þýðir að rannsaka eðli
hennar. Takmarkið með því að rannsaka arfgengið er að ákveða af-
stöðu lífveru af ákveðinni tegund til skilyrða hins ytra umhverfis.“
Það er því ekki út af fyrir sig nauðsynlegt til þess að rannsaka
arfgengið að kynblanda jurtir eða dýr sem hafa misjafna erfðaeigin-
leika og athuga skiptingu vissra eiginleika, svo sem lit eða lögun
blaða, í marga ættliði. Rannsókn á arfgenginu fer fram með því að
rannsaka lífveruna sjálfa í hlutfalli við umhverfi sitt.
Lýsenkó segir ennfremur: „Lífverurnar, og það sem vér köllum eðli
þeirra eða arfgengi, skapast aðeins við það að þróun fer fram. Þegar
lífvera finnur í umhverfi sínu skilyrði sem hæfa arfgengi hennar verð-
ur þróun hennar svipuð og hún varð í næstu ættliðum á undan. Finni
lífverurnar aftur á móti ekki þau skilyrði, sem þær þurfa, eru þær
þvingaðar til að aðlagast ytri skilyrðum, sem eru að einhverju leyti í
ósamræmi við eðli þeirra. Lífveran eða hluti líkama hennar verður þá
að meira eða minna leyti ólík næstu kynslóð á undan. Ef hinn breytti
hluti líkamans er upphafsstaður nýs ættliðs verður afkvæmið að ein-
hverju leyti frábrugðið foreldrunum í þörfum sínum og eðli. Auðvit-
að getur einnig átt sér stað, að lífveran geti ekki aðlagazt hinum
breyttu skilyrðum og deyi.“
Orsök að eðlisbreytingu lifandi vera er einkum breyting á því hvern-
ig efnaskiptin fara fram, þ. e. breyting á assimileringu næringarinnar.
Hér þarf að taka fram að hjá Lýsenkó þýðir næring sama og umhverfið
og lífsskilyrðin í heild, og að assimilera á því við meira en fæðuna.
Breytingar á lífsskilyrðum valda því að sjálf eðliseinkennin í þróun
lífverunnar breytast. Breyting á eðli þróunar einstaklinganna er þann-
ig frumorsök breytts arfgengis.
Af þessu leiðir að mögulegt er að hafa stjórn á þróun lífveranna og