Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 98
88
TÍMARIT MÁI.S OG MENNINGAR
Mitsjúrín og Lýsenkó telja aftur á móti sannað að hægt sé að fá
fram ágræðslu-kynblendinga eða vaxtar-kynblendinga [vegetative hy-
hrids]i
Sem dæmi um kynblöndun með ágræðslu má nefna me?itor-aðferð
Mitsjúríns, en hún er í aðalatriðum þannig:
Sniðlingar, þ. e. kvistir af gömlum afbrigðum af aldintrjám eru
græddir á greinarnar á ungum trjám af nýju afbrigði sömu tegundar.
Bezt er að stofnjurtin sé kynblendingur af fyrsta ættlið, Fj-bastarður,
þar sem þeir eru taldir hafa óstöðugt ættgengi og því sérstaklega mót-
tækilegir fyrir breytingar. Með þessari aðgerð öðlast stofnjurtin eigin-
leika, sem hún hafði ekki áður og flutzt hafa með ágræðlingnum frá
gamla afbrigðinu. Jurtir sem vaxa upp af fræjum, sem tekin eru af
ágræðlingnum eða stofnjurtinni, hafa blandað ættgengi. Með aðferð
þessari framleiddi Mitsjúrín meir en 300 ný afbrigði af trjárn og
bætti gömul afbrigði.
Um þetta segir Lýsenkó eftirfarandi: „Við sameiningu jurta með
ágræðslu verður árangurinn einstaklingur með blönduðu ættgengi, ætt-
gengi ágræðlingsins og ættgengi stofnjurtarinnar. Með því að sá fræj-
mn frá ágræðlingnum eða stofnjurtinni er hægt að fá afkvæmi þar
sem einstaklingarnir hafa ekki aðeins til að bera eiginleika tegundar-
innar sem fræið er tekið af, heldur eiginleika beggja tegundanna, sem
tengdar voru með ágræðslunni.
Augljóst er að stofnjurtin og ágræðlingurinn hafa ekki getað skipzt
á litningum frá frumukjörnunum. Samt hafa erfanlegir eiginleikar
flutzt frá stofnjurt til ágræðlings og öfugt.“
■ Ef breyta skal ættgengi jurta verður samkvæmt kenningum Lýsen-
kós fyrst að koma ættgengi tegundarinnar úr jafnvægi, en það er hægt
að gera með þrennskonar aðferðum:
1. Með kynæxlun milli tegunda úr mjög ólíku umhverfi og af ólík-
um uppruna.
2. Með ágræðslu, þ. e. með því að tengja saman vefi jurta af mis-
munandi afbrigðum eða tegundum.
3. Með því að láta ákveðnar ytri aðstæður verka á jurtina á ákveðnu
augnabliki eða ákveðnu þroskastigi, einkum samtímis því að
breytingar eiga sér stað frá einu þróunarskeiði til annars.