Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 100
90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þrjú atriði eru einkum mikilvæg varöandi vorun jurta, nefnilega
hitastig, birta og raki.
I stað þess að sá vetrarhveiti að haustinu og skera það upp næsta
sumar er hægt að láta það spíra snemma að vorinu og halda því síðan
í 30—50 daga við 0—2° C, ákveðna birtu og raka, og sá því síðan
að vorinu og fæst þá uppskeran samsumars.
Einnig er hægt að stytta vaxtartíma og flýta fyrir fræmyndun vor-
korns með samsvarandi aðferð, þótt skilyrðin fyrir vorun vorkorns séu
auðvitað önnur. Aðferð þessi hefur gert það kleift að rækta hveiti á
stórum landsvæðum í Síberíu þar sem kornrækt var áður útilokuð
vegna þess hve veturnir eru harðir og sumur stutt.
Mér er sagt að aðferð þessi hafi verið reynd í Danmörku og Eng-
landi, en ekki virzt hafa hagnýta þýðingu.
Hinsvegar er ástæða til að ætla að aðferðin gæti haft stórkostlega
hagnýta þýðingu fyrir okkur íslendinga. Kannski gætum við ræktað
hveiti og allar aðrar korntegundir eftir þörfum? Það væri að minnsta
kosti rannsóknar virði. Jurtakynbótafræðingar og erfðafræðingar okk-
ar ættu að geta gert slíkar tilraunir á tilraunastöðvum sínum hér.
Nú skulum við láta Lýsenkó segja frá tilraunum sínum þar sem einni
tegund hveitis hefur verið breytt í aðra með breytingum á lífsskil-
yrðum.
Hann segir: ,,Hin svokallaða vorun á vorkorni krefst ekki lækkaðs
hitastigs. Þessi breyting fer venjulega fram við það hitastig, sem er til
staðar á ökrunum að vorinu og á sumrin. En með því að nota lægra
hitastig við vorun á vorkorni er hægt að breyta því í vetrarkorn eftir
tvo eða þrjá ættliði. Eftir það er ekki hægt að framkvæma vorun á
þessu vetrarkorni nema við lækkað hitastig. Þetta er áþreifanlegt dæmi
þess hvernig nýjar þarfir skapast hjá afkvæmum þessara tilteknu jurta,
nefnilega þörfin fyrir lágt hitastig sem skilyrði fyrir því að vorun
geti farið fram.“
Tilraunir hafa sýnt ótvírætt að hægt er að breyta einni tegund hveit-
is í aðra á þennan hátt. Hörðu hveiti af tegundinni dúrurn hefur t. d.
verið brevtt í mjúkt hveiti af tegundinni vúlgare:
..Ég vil taka það fram að allir jurtafræðingar viðurkenna að þetta
eru óvefengjanlega tvær hvor annari óháðar tegundir.