Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 101
LÍFFRÆÐIKENNINGAR í RÁÐSTJÓRNARRÍKJUNUM
91
Af dúrum-hveiti eru ekki til nein raunveruleg vetrarafbrigði, og það
er ástæðan til þess aS í öllum héruSum þar sem vetur er tiltölulega
harSur er dúrum-hveiti ræktaS aSeins sem vorkorn, ekki vetrarkorn.
Mitsjúrín-fylgjendur hafa fundiS upp góSa aSferS til aS breyta vor-
hveiti í vetrarhveiti og hefur mörgum vorhveitiafbrigSum þegar veriS
breytt í vetrarhveiti meS tilraunum. En öll þessi afbrigSi tilheyrSu teg-
undinni vúlgare.
Þegar hafizt var handa meS tilraunir til aS breyta dúrum-hveiti í
vetrarafbrigSi kom í Ijós eftir tveggja, þriggja eSa fjögurra ára haust-
sáningu, sem venjulega er nauSsynleg til aS breyta vorkorni í vetrar-
korn, aS dúrum-hveiti hafði breytzt í vúlgare, þ. e. einni tegund jurtar
hafði veriS breytt í aðra. Dúrum-hveiti með 28 litningum breyttist
í fleira en eitt afbrigði af tegundinni vúlgare með 42 litningum. Engin
millistigsform tegundanna finnast við þessa ummyndun. Ummyndun
einnar tegundar í aðra fer fram í einu stökki.
Vér sjáum af þessu að sköpun nýrrar tegundar er undirbúin með
breytingum á lífsstörfum við ákveðnar nýjar aðstæður í einhvern ætt-
liðafjölda. I dæminu, sem nefnt var, þurfti að láta hausts- og vetrar-
skilyrði verka á dúrum-hveiti í tvo, þrjá eða fjóra ættliði. Eftir það
getur tegundin breytzt í einu stökki í aðra tegund, nefnilega vúlgare
án nokkurs millistigs milli þessara tveggja tegunda.“
Þó að kenning Lýsenkós um vorunina sé orðin viðurkennd og klass-
ísk fræði, er aðra sögu að segja um skýringarnar á tilraunum þeim
sem nú var lýst. Lýsenkó sjálfur dregur þær ályktanir að ný tegund1
jurtar hafi orðið til fyrir áhrif breyttra lífsskilyrða.
Ymsum hefur þótt þetta ótrúleg saga og hafa reynt að vefengja til-
raunirnar eða skýra þær á annan hátt.
Tilraunirnar sjálfar hafa verið marg-endurteknar og verða varla
vefengdar, en annað mál er það hvort þær verða skýrðar út frá erfða-
stofnakenningunni eða ekki. Stökkbreytingar yfirleitt hljóta að þýða
að ný tegund af erfðastofnum verður til af þeim sem fyrir eru, ef þeir
þá eru til á annað borð.
Ef til vill er hér um að ræða kemískar verkanir, t. d. hormóna og
önnur örvi. En víst er um þaS að ennþá eru margir hlutir óupplýstir
varðandi ættgengi lifandi vera og eðli lifsins í heild.
A síðari árum hafa vísindamenn á Vesturlöndum gert ýmsar tilraun-