Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 103
LÍFFRÆÐIKEXMNGAR í RÁÐSTJÓRNARRÍKJUNUM
93
kennslubækurnar eru notaöar viS háskóla í mörgum löndum. En þaS
er alkunnugt aS vitleysurnar vilja hanga lengi í kennslubókum. Höf-
undarnir eru venjulega ekki sérfróSir um allt sein þeir skrifa um og
prenta upp vitleysurnar sem standa í eldri bókum. ÞaS er sérstaldega
skiljanlegt aS kennslubækur verSi fljótt úreltar í fræSigrein sem er í
jafn örri þróun eins og líffræSin.
I framsöguræSu sinni á Moskvamótinu 1948 vitnar Lýsenkó mjög
í ritgerSir um erfSafræSi sem birtust í Encyklopedia Americana, útg.
1947, eftir þá T. H. Morgan og prófessor CastLe.
MaSur skyldi halda aS í svo nýrri bók og í ritgeröum eftir heims-
kunna menn væri aö finna nýjustu niSurstöÖur í þessum vísindum.
En svo er þó ekki. ÞaS hefur nefnilega komiS í ljós aö greinar þessar
eru skrifaSar áriS 1917, en útgefendur alfræSibókarinnar vildu spara
sér aö borga fyrir nýjar greinar í hina nýju útgáfu bókarinnar og
prentuSu svo upp greinarnar frá 1917 án þess aö leita álits höfundanna.
Lýsenkó ræöst meS hvaS mestri hörku á erföakenningar Weismanns.
-— Kenningar þessar eru aS vísu úreltar, enda fram komnar fyrir meira
en 60 árum, en hafa þó veriö furöu lífseigar.
Hugmynd Weismanns er sú aS skipta megi líkama allra lifandi vera
í tvo hvor öSrum óháSa hluta, kímfrymi og líkamsfrymi. Frumurnar
sem sjá um æxlunina, kímfrumurnar, séu óháöar öörum frumum lík-
amans, óbreytanlegar, og á vissan hátt eilífar þar sem þær flytjast viS
æxlunina yfir í nýjan einstakling. ErfSaefniS eöa erföaeiginleikarnir
er eingöngu háS kímfrumunum og hafa því veriö óbreyttir frá upphafi.
Um sköpun nýrra eiginleika getur ekki veriS aö ræSa, heldur aöeins
mismunandi blöndun eiginleika sem þegar eru til staöar. Um áhrif ytra
umhverfis á „erfSaefniS“ er auövitaö ekki aS ræSa.
ÞaS má nú segja aö kenningar Weismanns séu nærri augljóslega
rangar. AS minnsta kosti þurfa þær einhverra endurbóta viö til þess aS
hægt sé aS skýra þróunina, sem orSiS hefur í hinni lifandi náttúru.
Þeir líffræöingar munu vart finnast nú á dögum sem viöurkenna
erfSakenningar Weismanns eins og hann setti þær fram og má reynd-
ar benda á aS tvö höfuSatriSin í kenningum hans hafa veriS endanlega
afsönnuö meö tilraunum.
Dýrafræöingurinn P. Brian, sem unniS hefur aS rannsóknum á
frumstæSustu dýrafylkingunum síöan 1925, hefur sýnt meS tilraun