Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 105
LÍFFRÆÐIKENNINGAR í RÁÐSTJÓRNARRÍKJUNUM
95
í þeim tilgangi að ráða bót á skorti á útsæði gerði Lýsenkó þá til-
raun að skera kartöflur í smábúta og sá þeim þannig, og tókst sú tilraun
vel.
Ráðstafanir sem þessar voru ómetanlegar á stríðsárunum þegar So-
vétríkin börðust upp á líf og dauða við heri Hitlers. Sumir telja að
Lýsenkó hafi átt meiri þátt í hernaðarsigrum lands síns en nokkur einn
maður annar.
Meðal afreka Mitsjúríns má nefna eplategundina bellfleur-kitajka sem
er fræg í Sovétríkjunum. Þetta eplatré þolir frost mjög vel og gefur
stór og falleg epli, sem að bragðgæðum jafnast á við beztu suðrænar
tegundir. Sumar tegundir epla eru nú ræktaðar norður í Siberíu og
þola trén allt að 50° frost.
Vínber og aprikósur eru nú ræktaðar 700 km. norðar en áður þekkt-
ist. — Ný tegund af berjum hefur verið framleidd sem inniheldur 13
sinnum meira C-fjörefni en appelsínur og sítrónur.
Fengizt hafa bastarðar af eplum og perum, kirsuberjum og apríkós-
um, möndlum og ferskjum. Stikilsber á stærð við venjulegan grape-
ávöxt hafa verið framleidd, eplategundir án kjarna og tegundir þar
sem aldinið er rautt í gegn.
Villt jurt, sem nefnist kok-sagyz og er skyld fíflinum, reyndist hafa
ofurlítið af gúmmí í rótinni. Jurt þessi hefur nú verið endurbætt þann-
ig að hún er ræktuð á stórum landssvæðum í Úkraínu til gúmmifram-
leiðslu. Svo að nefndur sé árangur sem náðst hefur alveg nýlega eða á
árinu 1948, hefur verið tilkynnt að uppskera af nýrri tegund hveitis
sem sáð var á 400 hektara spildu nálægt Moskvu reyndist 200 vættir
enskar á hektara, en mesta uppskera sem áður hafði þekkzt var talin
165 vættir á hektara og fékkst sú uppskera á Nýja-Sjálandi. Oxin á
hveititegund þessari, sem á ensku nefnist „branched wheat“ eru 6—7
sinnum þyngri en á venjulegu hveiti. Þetta hefur það í för með sér að
stilkirnir eru gildir og sterkir.
Frá húsdýraræktinni má nefna sem dærni að ullargæði fjárins hafa
verið aukin mjög. Skýrt hefur verið frá því að nú er framleitt svo
mikið af ull nothæfri í fínustu dúka að ekki þurfi lengur að flytja inn
merino-u\\.
Tilkynnt hefur verið að einstök kýr af svokölluðu Kostroma kyni
hafi komizt upp í 16000 kg mjólkurnyt á ári með fitumagni um 4%