Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 106
96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og mun þaS vera heimsmet. Nokkrar kýr af þessu kyni eru sagöar hafa
mjólkað 100 þús. kg. urn ævina.
Þó að þessir stórkostlegu hagnýtu árangrar, sem náðst hafa í Sovét-
ríkjunum, séu að vísu ekki bein sönnun þess að fræðikenningarnar séu
réttar, finnst mér það þó vera bending um að þær fari í rétta átt. Eink-
um verður þetta frambærileg röksemd þegar tekið er tillit til þess að
klassísku líffræðingarnir gátu ekki sýnt viðlíka árangur þótt þeir hefðu
tíma og tækifæri til þess.
VIII
Sumir hafa ekki sparað að lýsa hneykslun sinni á því að miðstjórn
kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna tók afstöðu í þessu deilumáli
um vísindaleg efni með því að samþykkja framsöguræðu Lýsenkós.
Nú veit ég ekki hvort innan miðstjórnar kommúnistaflokksins eru
menn með sérþekkingu í líffræði, en það rná að minnsta kosti benda á
að vísindaráðið, æðsta vísindastofnun Sovétríkjanna, hélt ráðstefnu
um þessi mál og tók hinar endanlegu ákvarðanir, eins og áður er frá
sagt.
iTil þess að skýra þessi deilumál til hlítar þyrfti að ræða þau í sam-
bandi við umhverfi það sem þau eru orðin til í — hið sósíalistíska
þjóðfélag og sérstaklega þyrfti að ræða þau í sambandi við kenningu
hinnar díalektísku efnishyggju.
En þó að málið sé ekki rætt út frá þessu sjónarmiði verður afstaða
kommúnistaflokksins skiljanleg þótt aðeins sé litið á hinn hagnýta ár-
angur sem náðst hefur með aðferðum hinnar nýju stefnu í líffræðinni
og lýst hefur verið stuttlega hér á undan.
Störf Lýsenkós sjálfs hafa verið geysi árangursrík, enda hafa honum
verið veitt öll æðstu heiðursmerki sem hægt er að veita borgara Ráð-
stj órnarríkj anna.
Mér skilst að það sé grundvallarregla kommúnistaflokksins í vísinda-
legum efnum að praxis, þ. e. reynslan, verði að skera endanlega úr
um það hvort einhver fræðikenning er rétt eða röng. Og þetta er í
raun og veru almennt viðurkennd regla í náttúruvísindum.
Miðstjórn kommúnistaflokksins hefur sem sagt ályktað sem svo að
kenningar Mitsjúríns og Lýsenkós hafi staðizt próf reynslunnar.
Hér er ekki sízt um það að ræða hvernig miklum fjármunum skuli