Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 109
LÍFFRÆÐIKENNINGAR í RÁÐSTJÓRNARRÍKJUNUM
99
inda og tækni. hinni samsöfnuðu mannlegu þekkingu og snilli, til vel-
ferðar alls almennings þessara ríkja og alls mannkynsins.
Það er ekki, þótt sumum finnist svo, neitt undarlegt, þó að Lvsenkó
vitni í ræðum sínum stundum í Marx ög Engels, Lenín og Stalín, því
að einmitt þessir hugsuðir hafa rannsakað ýtarlega hvernig háttað er
sambandi vísinda og þjóðfélags og þeir sáu að framkvæmd hugsjóna
sósíalismans byggðist einmitt á hagnýtingu vísindanna fyrir almenning.
IX
Hin nýja stefna í líffræðivísindum í Ráðstjórnarríkjunum varðar
ekki aðeins eitt einstakt atriði heldur er hér um að ræða rannsókn og
endurmat á víðtæku sviði. Hér er um það að ræða að ná sem full-
komnustu valdi á hinni lifandi náttúru í heild og láta hana þjóna mönn-
unum í æ ríkara mæli. Þess vegna skulu Iíffræðivísindin ekki aðeins
fjalla um jurtir og dýr, heldur einnig jarðveginn, sem má álíta millistig
dauðrar og lifandi náttúru.
Áætlunin mikla um ræktun skógarbelta á gresjulandssvæðum Suður-
Rússlands til að vernda jarðveginn og bæta ræktunina er t. d. liður í
þessum víðtæku áformum.
Kenningar Mitsjúríns og Lýsenkós munu vafalaust hafa mjög víð-
tæk áhrif ekki aðeins í Ráðstjórnarríkjunum heldur einnig utan
þeirra.
Rökræðurnar um þessi mál hafa leitt í Ijós ýmsar veilur í fræði-
kenningum klassísku erfðafræðinnar, erfðastofnakenningunni og men-
delslögmálum, a. m. k. eins og kenningarnar hafa almennt verið túlk-
aðar hingað til.
Hin nýja kenning, að hægt sé að breyta arfgengi lifandi vera í á-
kveðnar áttir og hafa þannig stjórn á þróun hinnar lifandi náttúru, á
væntanlega eftir að hafa jafngagnger áhrif á viðhorf mannsins gagn-
vart náttúrunni og bók Darwins „The Origin of Species“ (Uppruni teg-
undannai hafði þegar hún kom út fyrir 90 árum.
Ef til vill mun líffræðin í náinni framtíð öðlast eins rík áhrif á
daglegt líf okkar allra og efnafræðin og eðlisfræðin hafa nú.
Vald mannanna vfir náttúrunni lifandi og dauðri er nú orðið furðu
mikið. Möguleikinn á allsnægtum til handa öllu mannkyni virðist vera
fyrir hendi.