Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 110
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON:
Skuggamenn brezka útvarpsins
i
Það er verið að fá okkur til að trúa því, að brezka útvarpið sé hlut-
laust í pólitískum fréttaflutningi til annarra landa. Eftirfarandi grein,
sem er endursögð úr New Times, gefur nokkrar vísbendingar um hlut-
leysi þess, til viðbótar því, sem hver maður, jafnvel með lágmarksdóm-
greind, heyrir daglega, þegar hann hlustar á stjórnmálaáróður þessar-
ar stofnunar. En af því má aftur marka hlutleysi og demokratiska ráð-
vendni íslenzka útvarpsins í erlendum fréttaburði, því að hann má
heita einhliða upptugga eftir brezka útvarpinu.
Lesendur eru beðnir að setja vel á sig stétt, stöður og starfsferil
skuggamannanna og samband þeirar við auðhringana, og að hafa þetta
sem oftast í huga, þegar þeir hlusta á pólitísku útvarpsfréttirnar frá
London.
II
Hver er eigandi brezka útvarpsins?
Opinberlega er það „óháð málgagn opinberra skoðana.“ Það virð-
ist óbundið bæði af ríkisstjórn og pólitískum flokkum. Það er sagt,
að ríkisstjórnin tilnefni alla hina æðri embættismenn þess. Samt er
því haldið fram, að það starfi óháð, það sé „hlutlaus málsflytjandi
þjóðarinnar.“
Alfræðiorðabókin enska segir, að brezka útvarpið sé stofnað af rík-
inu. Þó fullyrðir hún, að „þessi félagsskapur sé óháður ríkinu“. Af-
staða þess til opinberra mála á að vera sú, að það sýni ekki pólitísk-
an lit.
Francis Williams er maður nefndur. Hann var ráðgjafi Attlees for-
sætisráðherra í áróðursmálum. Hann var líka ritstjóri Daily Heralds,
sem er málgagn verkamannaflokksins. Hann kemst svo að orði í grein