Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 112
102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Áður var Simon kunnur leiðtogi í frjálslynda borgaraflokknum, og
sem slíkur var hann í stjórn MacDonalds og Baldwins 1931.
Simon er í nánum tengslum við hóp verksmiðjueigenda í Manehest-
er, en málpípa þeirra er blaðið Manchester Guardian, sem á síðustu árum
hefur staðið í fylkingarbrjósti í áróðursherferðinni í Englandi gegn
Sovétríkjunum.
. Sérlega áhrifamikil fígúra bak við Manchester Guardian er um
þessar mundir ameríkumaðurinn Paul Patterson. Hann er stjórnarfor-
seti ameríska afturhaldsblaðsins Baltimore Sun. Hann er og yfirmaður
fréttastofunnar Associated Press. En sá, sem á stærstan hlut í Manch-
ester Guardian, heitir J. R. Scott. Hann er og stjórnarmeðlimur í véla-
verksmiðju Simonar. Meðal hinna í verksmiðjustjórninni má nefna
fvrrverandi þingmann, íhaldsmanninn og fasistavininn Beamish und-
irsj óliðsf oringj a.
Forusta Simonar í frjálslynda flokknum hélt ekki aftur af honum
með að kosta vikublaðið The New Statesman and Nation, sem gefið er
út á vegum verkamannaflokksins. Hann á mikið af hlutabréfunum í
þessu blaði. Það er ekki ótítt fyrirbæri í Englandi á vorum tímum, að
sami maðurinn sé stóratvinnurekandi og jafnframt mikil persóna í
verkalýðshreyfingunni. Simon skipti um „sannfæringu“ eins og ýmsir
aðrir enskir kapitalistar, þegar verkalýðsflokkurinn tók við stjórn rík-
isins. Meira þurfti ekki til að gera þennan miljónara og nýkokkaða
„sósíaldemokrata“ að leiðtoga brezka útvarpsins.
IV
Það vekur varla nokkra furðu, eftir að hafa kynnzt formanni út-
varpsráðs, að framkvæmdastjóri útvarpsins er Sir William Haley. Hann
tilheyrir sem sé fyrrnefndum hópi einokunarkapítalista í Manchester.
Haley er sá maður, sem hefur undir stjórn útvarpsráðs beina um-
sjón með öllu, sem út er varpað. Áður en hann var tilnefndur í þessa
stöðu, var hann framkvæmdastjóri firmans, sem gefur út Manchester
Guardian. Og hann stendur ennþá bak við blaðið ásamt Simoni lá-
varði og ameríkuherranum Patterson.
En þrátt fyrir þetta þreytast blöð verkalýðsflokksins og íhaldsflokks-
ins aldrei á að lýsa Haley sem óháðum leiðtoga útvarpsins, ósnortnum
af pólitískum sjónarmiðum og einkahagsmunum.